Eldgosið geti staðið í einhverja mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2022 19:02 Kristín Jónsdóttir við gosstöðvarnar í Geldingadölum sem byrjuðu að gjósa í fyrra. Hún segir eldgosið núna minna um margt á þau eldsumbrot. Vísir/Vilhelm Engin merki eru um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar í Meradölum. Líklegast er að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. „Við erum í rauninni að nýta okkur þekkingu frá síðasta gosi og það liðu þarna þrjár, fjórar vikur þangað til við fórum að sjá nýjar gossprungur í síðasta gosi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað fólk við því að nýjar sprungur geti opnast á svæðinu. Kristín bendir fólki á að skoða kort sem Vísindaráð Almannavarna gaf út í gær. Þar sé hægt sé að sjá með skýrum hætti hvaða hluta svæðisins fólk er beðið um að forðast. Aðspurð um hvort Kristín geti spáð einhverju um framhald eldgossins bendir hún á að það sé að mörgu leyti svipað gosinu sem hófst á svipuðum stað í fyrra. „Þannig að ef ég ætti að giska þá myndi ég bara giska á að þetta yrði eitthvað svipað. Það er auðvitað mikill kraftur í gosinu og við sjáum nú að hrauntungan er farin að ná alveg út Meradalina þannig það fer örugglega ekki að líða á löngu þar til það fer að flæða úr þeim. Eigum við ekki að giska á að þetta eigi eftir að standa í einhverja mánuði en það er auðvitað erfitt að svara því.“ Kristín lagði áherslu á fólk sem geri sér ferð að gosinu þurfi að taka gasmengun á svæðinu alvarlega. „Fólk verður að vara sig á henni og halda sig upp á þeim hryggjum sem þarna eru og forðast að fara niður í dali, sérstaklega ef það er logn.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
„Við erum í rauninni að nýta okkur þekkingu frá síðasta gosi og það liðu þarna þrjár, fjórar vikur þangað til við fórum að sjá nýjar gossprungur í síðasta gosi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað fólk við því að nýjar sprungur geti opnast á svæðinu. Kristín bendir fólki á að skoða kort sem Vísindaráð Almannavarna gaf út í gær. Þar sé hægt sé að sjá með skýrum hætti hvaða hluta svæðisins fólk er beðið um að forðast. Aðspurð um hvort Kristín geti spáð einhverju um framhald eldgossins bendir hún á að það sé að mörgu leyti svipað gosinu sem hófst á svipuðum stað í fyrra. „Þannig að ef ég ætti að giska þá myndi ég bara giska á að þetta yrði eitthvað svipað. Það er auðvitað mikill kraftur í gosinu og við sjáum nú að hrauntungan er farin að ná alveg út Meradalina þannig það fer örugglega ekki að líða á löngu þar til það fer að flæða úr þeim. Eigum við ekki að giska á að þetta eigi eftir að standa í einhverja mánuði en það er auðvitað erfitt að svara því.“ Kristín lagði áherslu á fólk sem geri sér ferð að gosinu þurfi að taka gasmengun á svæðinu alvarlega. „Fólk verður að vara sig á henni og halda sig upp á þeim hryggjum sem þarna eru og forðast að fara niður í dali, sérstaklega ef það er logn.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira