Horsens hafði fyrir leik dagsins farið vel af stað í deildinni og var með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina. Aron var að venju í byrjunarliði Horsens en var skipt af velli á 60. mínútu.
Eina mark leiksins skoraði nígeríski framherjinn Marvin Egho fyrir Randers á 22. mínútu. Hann tryggði Randers þar með fyrsta sigur sinn í deildinni en liðið hafði gert jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum.
Horsens er sem fyrr með sjö stig í deildinni í þriðja sæti en Randers er með sex í fimmta sæti.