Þjálfari Gróttu í bann fyrir að ógna dómara Sindri Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 09:56 Chris Brazell missir af næstu þremur leikjum Gróttu vegna leikbanns. Grótta/Eyjólfur Garðarsson Chris Brazell, þjálfari karlaliðs Gróttu í fótbolta, missir af næstu þremur leikjum liðsins í Lengjudeildinni eftir að hafa verið úrskurðaður í bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ. Bannið fær Brazell vegna ógnandi hegðunar í garð dómarans reynslumikla Erlends Eiríkssonar sem dæmdi leik Gróttu við HK í Kórnum 27. júlí. Í úrskurðinum segir nánar tiltekið að framkoma þjálfara Gróttu hafi verið „alvarleg og vítaverð og falið í sér ógnandi tilburði gagnvart dómara leiksins“. Samkvæmt frétt Fótbolta.net, sem byggir á frásögnum heimildamanns í Kórnum, þurfti Erlendur öryggisfylgd af staðnum vegna hegðunar Brazells. Þjálfarinn beið fyrir utan klefa dómarans eftir leik og þegar honum hafði verið vísað úr húsi beið hann áfram þar eftir því að Erlendur kæmi út. Leikurinn skipti miklu máli varðandi baráttuna um að komast upp í Bestu deild en HK fór með 2-1 sigur af hólmi. Tveir úr liðsstjórn Gróttu fengu að líta rauða spjaldið í leiknum; aðstoðarþjálfarinn Halldór Kristján Baldursson og Ástráður Leó Birgisson. Þeir fengu eins leiks bann hvor. Grótta fékk 100.000 króna sekt vegna hegðunar Brazells og hafði áður fengið 40.000 króna sekt vegna brottvísana Halldórs og Ástráðs. Næsti leikur Gróttu er í kvöld þegar liðið sækir KV heim í grannaslag en Brazell missir einnig af leikjum við Aftureldingu og Þrótt Vogum. Lengjudeild karla Grótta Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Bannið fær Brazell vegna ógnandi hegðunar í garð dómarans reynslumikla Erlends Eiríkssonar sem dæmdi leik Gróttu við HK í Kórnum 27. júlí. Í úrskurðinum segir nánar tiltekið að framkoma þjálfara Gróttu hafi verið „alvarleg og vítaverð og falið í sér ógnandi tilburði gagnvart dómara leiksins“. Samkvæmt frétt Fótbolta.net, sem byggir á frásögnum heimildamanns í Kórnum, þurfti Erlendur öryggisfylgd af staðnum vegna hegðunar Brazells. Þjálfarinn beið fyrir utan klefa dómarans eftir leik og þegar honum hafði verið vísað úr húsi beið hann áfram þar eftir því að Erlendur kæmi út. Leikurinn skipti miklu máli varðandi baráttuna um að komast upp í Bestu deild en HK fór með 2-1 sigur af hólmi. Tveir úr liðsstjórn Gróttu fengu að líta rauða spjaldið í leiknum; aðstoðarþjálfarinn Halldór Kristján Baldursson og Ástráður Leó Birgisson. Þeir fengu eins leiks bann hvor. Grótta fékk 100.000 króna sekt vegna hegðunar Brazells og hafði áður fengið 40.000 króna sekt vegna brottvísana Halldórs og Ástráðs. Næsti leikur Gróttu er í kvöld þegar liðið sækir KV heim í grannaslag en Brazell missir einnig af leikjum við Aftureldingu og Þrótt Vogum.
Lengjudeild karla Grótta Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira