Þróun eldgossins komi ekki á óvart Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2022 18:33 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, flaug yfir gossvæðið í dag á vegum Jarðvísindastofnunar HÍ. Vísir/Arnar Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart þar sem flest eldgos séu kraftmest í upphafi og síðan dragi úr. Svo var þó ekki raunin í fyrra þegar hraunrennslið í Geldingadölum náði hámarki um tveimur mánuðum eftir að gosið hófst í marsmánuði. Á myndinni má sjá ummál nýja hraunsins um klukkan 17 í gær og svo 11 í morgun.Jarðvísindastofnun Aftur verður reynt að leggja mat á hraunflæðið á morgun ef skyggni leyfir. Magnús Tumi segir gosið vera frekar afllítið en óljóst sé hvernig það muni haga sér næstu daga. Ekki sé skýrt hvort þrýstingur neðanjarðar fari vaxandi eða minnkandi og það skýrist á næstu dögum. Þá sé ekki útilokað að gossprungan eigi eftir að lengjast til norðurs. Hraunflæðismælingarnar byggja á loftmyndum sem teknar voru með Hasselblad myndvél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélags Reykjavíkur. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og þau borin saman við mælinguna sem gerð var í gær klukkan 17:05. Hraunið mældist um 144.000 fermetrar klukkan 11 í morgun og var meðalþykktin 11,1 metri. Rúmmálið var 1,60 milljón rúmmetrar. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart þar sem flest eldgos séu kraftmest í upphafi og síðan dragi úr. Svo var þó ekki raunin í fyrra þegar hraunrennslið í Geldingadölum náði hámarki um tveimur mánuðum eftir að gosið hófst í marsmánuði. Á myndinni má sjá ummál nýja hraunsins um klukkan 17 í gær og svo 11 í morgun.Jarðvísindastofnun Aftur verður reynt að leggja mat á hraunflæðið á morgun ef skyggni leyfir. Magnús Tumi segir gosið vera frekar afllítið en óljóst sé hvernig það muni haga sér næstu daga. Ekki sé skýrt hvort þrýstingur neðanjarðar fari vaxandi eða minnkandi og það skýrist á næstu dögum. Þá sé ekki útilokað að gossprungan eigi eftir að lengjast til norðurs. Hraunflæðismælingarnar byggja á loftmyndum sem teknar voru með Hasselblad myndvél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélags Reykjavíkur. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og þau borin saman við mælinguna sem gerð var í gær klukkan 17:05. Hraunið mældist um 144.000 fermetrar klukkan 11 í morgun og var meðalþykktin 11,1 metri. Rúmmálið var 1,60 milljón rúmmetrar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira