Furðuðu sig á valdapýramídanum hjá FH: „Þetta er rosalega íslenskt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 12:30 Davíð Þór Viðarsson var aðstoðarþjálfari FH á síðasta tímabili, bæði hjá Loga Ólafssyni og Ólafi Jóhannessyni. Eftir tímabilið var hann svo gerður að yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. vísir/bára Í Stúkunni í gær furðaði Guðmundur Benediktsson sig á valdapýramídanum hjá FH sem hefur átt afar erfitt sumar. FH tapaði fyrir Val, 2-0, í Bestu deild karla í gær og er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum. FH-ingar hafa aðeins fengið þrjú stig í sex deildarleikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og bara skorað tvö mörk í þeim. Mikið hringl hefur verið á þjálfaramálum FH undanfarin ár. Um mitt sumar 2020 tóku Eiður Smári og Logi Ólafsson við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. Eiður Smári hætti eftir það tímabil, þegar FH endaði í 2. sæti, en Logi hélt áfram með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar. Loga var sagt upp á miðju síðasta tímabili og Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn. Hann var svo rekinn um miðjan júní og Eiður Smári var aftur ráðinn til Fimleikafélagsins. Davíð Þór, sem var aðstoðarþjálfari FH í fyrra, er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. „Síðan er annað í þessu sem er séríslenskt, að aðstoðarþjálfarinn á síðustu leiktíð sem þjálfarinn losar sig við er settur sem yfirmaður knattspyrnumála. Ég á rosalega erfitt með að sjá það virka, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um skipulagið hjá FH „Þetta er rosalega íslenskt,“ sagði Baldur Sigurðsson. „FH fékk Lasse Petry en Óli Jóh fór síðan í Val og tók hann með sér þangað.“ Reynir Leósson var öllu jákvæðari en þeir Guðmundur og Baldur. „Maður er ofboðslega hlynntur þessu og við erum að þróast í rétta átt. Ég held að Davíð verði frábær yfirmaður knattspyrnumála hjá FH en það þarf einhvern veginn að forma þetta betur og ná utan um það hvernig leikmannahóp ætlar liðið að vera með. Hann er ekki réttur núna og staðan er grafalvarleg þarna og eins og staðan er núna eru þeir að fara í brjálaðan slag um að halda sér í þessari deild.“ FH hefur leikið samfleytt í efstu deild síðan 2001 og átta sinnum orðið Íslandsmeistari síðan þá. FH-ingar féllu síðast úr efstu deild 1995 og léku í kjölfarið fimm ár í næstefstu deild. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
FH tapaði fyrir Val, 2-0, í Bestu deild karla í gær og er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum. FH-ingar hafa aðeins fengið þrjú stig í sex deildarleikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og bara skorað tvö mörk í þeim. Mikið hringl hefur verið á þjálfaramálum FH undanfarin ár. Um mitt sumar 2020 tóku Eiður Smári og Logi Ólafsson við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. Eiður Smári hætti eftir það tímabil, þegar FH endaði í 2. sæti, en Logi hélt áfram með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar. Loga var sagt upp á miðju síðasta tímabili og Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn. Hann var svo rekinn um miðjan júní og Eiður Smári var aftur ráðinn til Fimleikafélagsins. Davíð Þór, sem var aðstoðarþjálfari FH í fyrra, er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. „Síðan er annað í þessu sem er séríslenskt, að aðstoðarþjálfarinn á síðustu leiktíð sem þjálfarinn losar sig við er settur sem yfirmaður knattspyrnumála. Ég á rosalega erfitt með að sjá það virka, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um skipulagið hjá FH „Þetta er rosalega íslenskt,“ sagði Baldur Sigurðsson. „FH fékk Lasse Petry en Óli Jóh fór síðan í Val og tók hann með sér þangað.“ Reynir Leósson var öllu jákvæðari en þeir Guðmundur og Baldur. „Maður er ofboðslega hlynntur þessu og við erum að þróast í rétta átt. Ég held að Davíð verði frábær yfirmaður knattspyrnumála hjá FH en það þarf einhvern veginn að forma þetta betur og ná utan um það hvernig leikmannahóp ætlar liðið að vera með. Hann er ekki réttur núna og staðan er grafalvarleg þarna og eins og staðan er núna eru þeir að fara í brjálaðan slag um að halda sér í þessari deild.“ FH hefur leikið samfleytt í efstu deild síðan 2001 og átta sinnum orðið Íslandsmeistari síðan þá. FH-ingar féllu síðast úr efstu deild 1995 og léku í kjölfarið fimm ár í næstefstu deild. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira