„Að spila gegn Stjörnunni er eins og að spila á móti sjálfum sér“ Andri Már Eggertsson skrifar 3. ágúst 2022 21:40 Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með jafntefli Vísir/Diego Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur með að hafa ekki tekið þrjú stig gegn Stjörnunni eftir öfluga byrjun þar sem Fram skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum. „Menn eru hundsvekktir að hafa ekki unnið þennan leik. Við lentum marki undir en svöruðum því með tveimur mörkum og framan af síðari hálfleik stjórnuðum við leiknum og fengum færi sem okkur tókst ekki að nýta,“ sagði Jón Sveinsson og hélt áfram. „Við vitum það að Stjarnan er stórhættulegt lið og þetta er eins og að spila á móti sjálfum sér þar sem þetta eru lík lið. Bæði lið eru öflug sóknarlega og alltaf líkleg til að skora mörk sem kom á daginn en ég hefði viljað sjá mína menn klára leikinn með þriðja markinu.“ Tiago Fernandes skoraði tvö afar falleg mörk með skömmu millibili á fyrsta korteri leiksins sem Jón var afar ánægður með. „Tiago er frábær leikmaður og hefur sýnt það í allt sumar. Hins vegar fannst mér við detta niður eftir að við komumst yfir og Stjarnan spilaði vel um miðjan fyrri hálfleik en Ólafur [Íshólm Ólafsson] varði vel og við héldum fyrri hálfleikinn út.“ Fram var með yfirhöndina um miðjan síðari hálfleik og var Jón svekktur með að hans menn hafi ekki tekist að nýta færin. „Okkur tókst bara ekki að setja hann framhjá Haraldi [Björnssyni] við fengum færi til þess en Stjarnan gerði vel í að halda okkur frá markinu og það er alltaf leikur þegar það munar aðeins einu marki.“ Jóni þótti það afar svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark úr hornspyrnu. „Við missum manninn sem átti að vera á þessu svæði og þá riðlaðist augnablikið en höfðum engan annan kost og vorum mögulega ekki á tánum,“ sagði Jón Sveinsson að lokum. Fram Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
„Menn eru hundsvekktir að hafa ekki unnið þennan leik. Við lentum marki undir en svöruðum því með tveimur mörkum og framan af síðari hálfleik stjórnuðum við leiknum og fengum færi sem okkur tókst ekki að nýta,“ sagði Jón Sveinsson og hélt áfram. „Við vitum það að Stjarnan er stórhættulegt lið og þetta er eins og að spila á móti sjálfum sér þar sem þetta eru lík lið. Bæði lið eru öflug sóknarlega og alltaf líkleg til að skora mörk sem kom á daginn en ég hefði viljað sjá mína menn klára leikinn með þriðja markinu.“ Tiago Fernandes skoraði tvö afar falleg mörk með skömmu millibili á fyrsta korteri leiksins sem Jón var afar ánægður með. „Tiago er frábær leikmaður og hefur sýnt það í allt sumar. Hins vegar fannst mér við detta niður eftir að við komumst yfir og Stjarnan spilaði vel um miðjan fyrri hálfleik en Ólafur [Íshólm Ólafsson] varði vel og við héldum fyrri hálfleikinn út.“ Fram var með yfirhöndina um miðjan síðari hálfleik og var Jón svekktur með að hans menn hafi ekki tekist að nýta færin. „Okkur tókst bara ekki að setja hann framhjá Haraldi [Björnssyni] við fengum færi til þess en Stjarnan gerði vel í að halda okkur frá markinu og það er alltaf leikur þegar það munar aðeins einu marki.“ Jóni þótti það afar svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark úr hornspyrnu. „Við missum manninn sem átti að vera á þessu svæði og þá riðlaðist augnablikið en höfðum engan annan kost og vorum mögulega ekki á tánum,“ sagði Jón Sveinsson að lokum.
Fram Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira