Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir, sem eru tiltörulega nýkomnar til baka til Noregs eftir að hafa spila með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu á Englandi, komu báðir inná sem varamenn á 55. mínútu leiksins.
Þær komust hvorgar á blað í leiknum en Svava Rós hefur skorað fjögur mörk í 12 leikjum í deildinni á yfirstandandi leiktíð en Berglind Björg hefur ekki tekist að opna markareikning í þeim fjórum deildarleikjum sem hún hefur spilað fyrir liðið.
Brann, sem er ríkjandi norskur meistari, trónir á toppi deildarinnar með 37 stig en liðið er tveimur stigum á undan Rosenborg sem er sæti neðar.