Ekki megi falla í freistni og lofa meiru en Ísland geti staðið undir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. ágúst 2022 21:35 Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, segir að stjórnvöld hafi mögulega þurft að bregðast betur við. Stöð 2 Verðbólga einkennir nú öll hagkerfi heimsins og er Ísland þar engin undantekning að sögn prófessors í hagfræði. Seðlabankastjóri hefur boðað aðgerðir en verkalýðshreyfingin stendur föst á sínu fyrir komandi kjaraviðræður. Vernda þurfi viðkvæmasta hópinn en þó sé ekki mikið svigrúm fyrir launahækkanir í óvissunni sem fram undan er. Ekkert lát er á verðbólgunni á heimsvísu og eru spárnar hvað svartsýnastar í Bretlandi þar sem varað er við kreppuverðbólgu í haust og að hún nái fimmtán prósentum á næsta ári. „Við höfum ekki séð svona háa verðbólgu áratugum saman þannig þetta er óvenjulegt ástand, raunar þarftu sennilega að fara aftur á níunda áratuginn til þess að finna eitthvað sambærilegt og hún einkennir eiginlega öll hagkerfi heimsins,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Það á ekki síst við um Ísland en verðbólgan hér á landi mældist 9,9 prósent í júlí og er viðbúið að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. Eftir það gera greiningaraðilar ráð fyrir að verðbólgan fari niður á við, þó mjög hægt og verði áfram mikil út næstu tvö ár. Verðbólgan hefur óneitanlega mikil áhrif á kjaraviðræður sem hefjast núna í haust og er ljóst að langt verði milli samningsaðila. Gagnrýna ummæli seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá því í viðtali við Morgunblaðið í dag að bankinn þyrfti ef til vill að bregðast við ef „samningar verða út úr korti miðað við framleiðni í landinu og það sem landið getur staðið undir.“ Verkalýðshreyfingin hefur þó verið hörð á sínu og gefið lítið fyrir röksemdir um að þau skuli ein bera ábyrgð. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi sömuleiðis í dag harðlega ummæli seðlabankastjóra en hann sagði Seðlabankann kasta launafólki, almenningi og heimilinum „í ginið á fjármálahýenunum“ með viðstöðulausum vaxtahækkunum. Þá sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag að yfirlýsingar seðlabankastjóra væru kunnuglegar og gagnrýndi að spjótunum væri alltaf beint að launafólki, þó að atvinnugreinarnar hafi flestar svigrúm fyrir launahækkunum. Þá hafi verkalýðshreyfingin alltaf sýnt ábyrgð en líta þurfi til þess að allir fá ekki jafn stóra sneið af kökunni. „Það er vitlaust gefið, það er ranglega skipt, og við þurfum að taka þessa heildarmynd til skoðunar og leiðrétta skekkjuna og það er mjög ódýrt hjá seðlabankastjóra að fara að vera með einhverjar hótanir núna í aðdraganda kjarasamninga án þess að skoða heildarmyndina,“ sagði Drífa. Hægt er að hlusta á viðtalið við Drífu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Stýrivaxtahækkanir ekki nákvæmt stjórntæki Daði bendir á að stýrivaxtahækkanir séu eitt af örfáum tækjum Seðlabankans til að bregðast við en þær komi þó illa niður á ákveðnum hóp. „Þetta er svona svolítið eins og að nota stóru brunaslönguna til að slökkva kerti, þetta er ekki nákvæmt stjórntæki, og það hefði verið heppilegra ef að hægt hefði verið að ráðast í fjölbreyttar aðgerðir,“ segir Daði. Þannig hefðu stjórnvöld ef til vill þurft að bregðast betur við en engar vísbendingar séu um að það verði staðan í náinni framtíð. Eins og staðan er í dag verði eigi þröngur hópur erfitt þar sem hann verði fyrir barðinu að aðgerðum sem eigi að vera öllum til góðs. „Betra væri ef að hægt væri að ná einhverri niðurstöðu þar sem að komið væri til móts við þá sem að verst væru settir en farið mjög hóflega í allar launahækkanir vegna þess að innistæða fyrir því er mjög takmörkuð, því miður,“ segir Daði. Forðast þurfi að falla í freistni Ljóst sé að vetur mikillar óvissu sé fram undan, bæði á alþjóðavísu sem og hér heima. Hann á þó von á að hægt sé að ná saman en að hafa þurfi varann á. „Hættan er sú að við föllum í þá gömlu freistni sem að Ísland hefur gert ítrekað, sem er að lofa meiru en við getum staðið við og leyfa síðan krónunni að falla, sem væri mjög slæmt,“ segir Daði og bendir á að Ísland hafi miðlað miklum stöðugleika út á við undanfarin ár. „Það væri mjög vont ef að honum yrði fórnað fyrir raunverulega það sem yrði skammtíma ávinningur fyrir vinnandi fólk,“ segir hann enn fremur. Verðlag Stéttarfélög Seðlabankinn Tengdar fréttir Gunnar Smári hellir sér yfir seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ef komandi kjarasamningar muni reynast „óraunhæfir“ og kyndi undir verðbólgu, þá muni Seðlabankinn bregðast við því. 3. ágúst 2022 10:38 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 29. júlí 2022 11:11 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Ekkert lát er á verðbólgunni á heimsvísu og eru spárnar hvað svartsýnastar í Bretlandi þar sem varað er við kreppuverðbólgu í haust og að hún nái fimmtán prósentum á næsta ári. „Við höfum ekki séð svona háa verðbólgu áratugum saman þannig þetta er óvenjulegt ástand, raunar þarftu sennilega að fara aftur á níunda áratuginn til þess að finna eitthvað sambærilegt og hún einkennir eiginlega öll hagkerfi heimsins,“ segir Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Það á ekki síst við um Ísland en verðbólgan hér á landi mældist 9,9 prósent í júlí og er viðbúið að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. Eftir það gera greiningaraðilar ráð fyrir að verðbólgan fari niður á við, þó mjög hægt og verði áfram mikil út næstu tvö ár. Verðbólgan hefur óneitanlega mikil áhrif á kjaraviðræður sem hefjast núna í haust og er ljóst að langt verði milli samningsaðila. Gagnrýna ummæli seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá því í viðtali við Morgunblaðið í dag að bankinn þyrfti ef til vill að bregðast við ef „samningar verða út úr korti miðað við framleiðni í landinu og það sem landið getur staðið undir.“ Verkalýðshreyfingin hefur þó verið hörð á sínu og gefið lítið fyrir röksemdir um að þau skuli ein bera ábyrgð. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi sömuleiðis í dag harðlega ummæli seðlabankastjóra en hann sagði Seðlabankann kasta launafólki, almenningi og heimilinum „í ginið á fjármálahýenunum“ með viðstöðulausum vaxtahækkunum. Þá sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag að yfirlýsingar seðlabankastjóra væru kunnuglegar og gagnrýndi að spjótunum væri alltaf beint að launafólki, þó að atvinnugreinarnar hafi flestar svigrúm fyrir launahækkunum. Þá hafi verkalýðshreyfingin alltaf sýnt ábyrgð en líta þurfi til þess að allir fá ekki jafn stóra sneið af kökunni. „Það er vitlaust gefið, það er ranglega skipt, og við þurfum að taka þessa heildarmynd til skoðunar og leiðrétta skekkjuna og það er mjög ódýrt hjá seðlabankastjóra að fara að vera með einhverjar hótanir núna í aðdraganda kjarasamninga án þess að skoða heildarmyndina,“ sagði Drífa. Hægt er að hlusta á viðtalið við Drífu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Stýrivaxtahækkanir ekki nákvæmt stjórntæki Daði bendir á að stýrivaxtahækkanir séu eitt af örfáum tækjum Seðlabankans til að bregðast við en þær komi þó illa niður á ákveðnum hóp. „Þetta er svona svolítið eins og að nota stóru brunaslönguna til að slökkva kerti, þetta er ekki nákvæmt stjórntæki, og það hefði verið heppilegra ef að hægt hefði verið að ráðast í fjölbreyttar aðgerðir,“ segir Daði. Þannig hefðu stjórnvöld ef til vill þurft að bregðast betur við en engar vísbendingar séu um að það verði staðan í náinni framtíð. Eins og staðan er í dag verði eigi þröngur hópur erfitt þar sem hann verði fyrir barðinu að aðgerðum sem eigi að vera öllum til góðs. „Betra væri ef að hægt væri að ná einhverri niðurstöðu þar sem að komið væri til móts við þá sem að verst væru settir en farið mjög hóflega í allar launahækkanir vegna þess að innistæða fyrir því er mjög takmörkuð, því miður,“ segir Daði. Forðast þurfi að falla í freistni Ljóst sé að vetur mikillar óvissu sé fram undan, bæði á alþjóðavísu sem og hér heima. Hann á þó von á að hægt sé að ná saman en að hafa þurfi varann á. „Hættan er sú að við föllum í þá gömlu freistni sem að Ísland hefur gert ítrekað, sem er að lofa meiru en við getum staðið við og leyfa síðan krónunni að falla, sem væri mjög slæmt,“ segir Daði og bendir á að Ísland hafi miðlað miklum stöðugleika út á við undanfarin ár. „Það væri mjög vont ef að honum yrði fórnað fyrir raunverulega það sem yrði skammtíma ávinningur fyrir vinnandi fólk,“ segir hann enn fremur.
Verðlag Stéttarfélög Seðlabankinn Tengdar fréttir Gunnar Smári hellir sér yfir seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ef komandi kjarasamningar muni reynast „óraunhæfir“ og kyndi undir verðbólgu, þá muni Seðlabankinn bregðast við því. 3. ágúst 2022 10:38 Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00 Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 29. júlí 2022 11:11 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Gunnar Smári hellir sér yfir seðlabankastjóra Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ef komandi kjarasamningar muni reynast „óraunhæfir“ og kyndi undir verðbólgu, þá muni Seðlabankinn bregðast við því. 3. ágúst 2022 10:38
Ríkisstjórnin þurfi að bregðast við verðbólgunni: „Hún þarf að bretta upp ermar og átta sig á að alvaran er mjög mikil“ Ábyrgð ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er mikil fyrir komandi kjaraviðræður að mati formanns Viðreisnar. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök sem hafi að hluta til leitt til aukinnar verðbólgu. Verja þurfi viðkvæmustu hópa samfélagsins án mikilla almennra launahækkanna. 29. júlí 2022 23:00
Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi. 29. júlí 2022 11:11