Hetjan á haldaranum ólst upp rétt hjá Wembley leikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 13:00 Chloe Kelly fagnar hér sigurmarki sínu í úrslitaleik EM 2022 með eftirminnilegum hætti. AP/Rui Vieira Chloe Kelly tryggði enska landsliðinu Evrópumeistaratitilinn með sigurmarki í framlengingu en þessi 24 ára fótboltakonan máttu þola mikið mótlæti á síðasta ári. Kelly bjó til ógleymanlega stund þegar hún fagnaði sigurmarkinu með því að rífa sig úr treyjunni og fagna á haldaranum. Hún hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu þegar hún var rétt kona á réttum stað eftir hornspyrnu. Kelly varð fyrir miklu áfalli í maí 2021 þegar hún sleit krossband í hné og missti af þeim sökum af Ólympíuleikunum í fyrra. Hún hefur verið að vinna sig til baka og náði að tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum þrátt fyrir að spila bara tvo leiki á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að sætta sig við að vera á varamannabekknum. Það kom ekki í veg fyrir að Chloe gerði útslagið því Sarina Wiegman notaði varamenn sína frábærlega í mótinu og skoruðu þær ófá mörkin. Markið hennar Kelly var reyndar bara hennar annað mark fyrir enska landsliðið og kom það í landsleik númer sextán. Fyrsta markið kom í 3-0 sigri á Belgíu í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið. Svo skemmtilega vill til að Kelly er frá Hanwell sem í vestur London og ólst hún því upp rétt hjá Wembley-leikvanginum. Hún talaði um fagnaðarlætin sín sem hafa fengið mikið hrós á netinu. Þar kom í ljós að hún var ekki að heiðra knattspyrnukonu heldur knattspyrnumann. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Kelly var stuðningsmaður Queens Park Rangers þegar hún var yngri og hún var á Wembley vorið 2014 þegar Bobby Zamora tryggði QPR sæti í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði með þessum hætti. Chloe var því að ekki að hugsa um fræg fagnaðarlæti hinnar bandarísku Brandi Chastain sem fór líka úr að ofan þegar hún tryggði Bandaríkjunum heimsmeistaratitilinn 1999. Chastain skoraði þá úr lokavítinu og fagnaði með því að fara úr treyjunni og leggjast niður á hnén. „Ég sagði við fjölskylduna mína að ég hafði bara verið einu sinni áður á Wembley og það var frábær stund. Ég sagði við þau í morgun: Ímyndið ykkur ef við fáum Bobby Zamora móment og það er verður ég. Núna rættist það. Ótrúlegt. Þetta er það sem draumar snúast um,“ sagði Chloe Kelly eftir leikinn. EM 2022 í Englandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Kelly bjó til ógleymanlega stund þegar hún fagnaði sigurmarkinu með því að rífa sig úr treyjunni og fagna á haldaranum. Hún hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu þegar hún var rétt kona á réttum stað eftir hornspyrnu. Kelly varð fyrir miklu áfalli í maí 2021 þegar hún sleit krossband í hné og missti af þeim sökum af Ólympíuleikunum í fyrra. Hún hefur verið að vinna sig til baka og náði að tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum þrátt fyrir að spila bara tvo leiki á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að sætta sig við að vera á varamannabekknum. Það kom ekki í veg fyrir að Chloe gerði útslagið því Sarina Wiegman notaði varamenn sína frábærlega í mótinu og skoruðu þær ófá mörkin. Markið hennar Kelly var reyndar bara hennar annað mark fyrir enska landsliðið og kom það í landsleik númer sextán. Fyrsta markið kom í 3-0 sigri á Belgíu í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið. Svo skemmtilega vill til að Kelly er frá Hanwell sem í vestur London og ólst hún því upp rétt hjá Wembley-leikvanginum. Hún talaði um fagnaðarlætin sín sem hafa fengið mikið hrós á netinu. Þar kom í ljós að hún var ekki að heiðra knattspyrnukonu heldur knattspyrnumann. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Kelly var stuðningsmaður Queens Park Rangers þegar hún var yngri og hún var á Wembley vorið 2014 þegar Bobby Zamora tryggði QPR sæti í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði með þessum hætti. Chloe var því að ekki að hugsa um fræg fagnaðarlæti hinnar bandarísku Brandi Chastain sem fór líka úr að ofan þegar hún tryggði Bandaríkjunum heimsmeistaratitilinn 1999. Chastain skoraði þá úr lokavítinu og fagnaði með því að fara úr treyjunni og leggjast niður á hnén. „Ég sagði við fjölskylduna mína að ég hafði bara verið einu sinni áður á Wembley og það var frábær stund. Ég sagði við þau í morgun: Ímyndið ykkur ef við fáum Bobby Zamora móment og það er verður ég. Núna rættist það. Ótrúlegt. Þetta er það sem draumar snúast um,“ sagði Chloe Kelly eftir leikinn.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira