Hetjan á haldaranum ólst upp rétt hjá Wembley leikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 13:00 Chloe Kelly fagnar hér sigurmarki sínu í úrslitaleik EM 2022 með eftirminnilegum hætti. AP/Rui Vieira Chloe Kelly tryggði enska landsliðinu Evrópumeistaratitilinn með sigurmarki í framlengingu en þessi 24 ára fótboltakonan máttu þola mikið mótlæti á síðasta ári. Kelly bjó til ógleymanlega stund þegar hún fagnaði sigurmarkinu með því að rífa sig úr treyjunni og fagna á haldaranum. Hún hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu þegar hún var rétt kona á réttum stað eftir hornspyrnu. Kelly varð fyrir miklu áfalli í maí 2021 þegar hún sleit krossband í hné og missti af þeim sökum af Ólympíuleikunum í fyrra. Hún hefur verið að vinna sig til baka og náði að tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum þrátt fyrir að spila bara tvo leiki á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að sætta sig við að vera á varamannabekknum. Það kom ekki í veg fyrir að Chloe gerði útslagið því Sarina Wiegman notaði varamenn sína frábærlega í mótinu og skoruðu þær ófá mörkin. Markið hennar Kelly var reyndar bara hennar annað mark fyrir enska landsliðið og kom það í landsleik númer sextán. Fyrsta markið kom í 3-0 sigri á Belgíu í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið. Svo skemmtilega vill til að Kelly er frá Hanwell sem í vestur London og ólst hún því upp rétt hjá Wembley-leikvanginum. Hún talaði um fagnaðarlætin sín sem hafa fengið mikið hrós á netinu. Þar kom í ljós að hún var ekki að heiðra knattspyrnukonu heldur knattspyrnumann. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Kelly var stuðningsmaður Queens Park Rangers þegar hún var yngri og hún var á Wembley vorið 2014 þegar Bobby Zamora tryggði QPR sæti í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði með þessum hætti. Chloe var því að ekki að hugsa um fræg fagnaðarlæti hinnar bandarísku Brandi Chastain sem fór líka úr að ofan þegar hún tryggði Bandaríkjunum heimsmeistaratitilinn 1999. Chastain skoraði þá úr lokavítinu og fagnaði með því að fara úr treyjunni og leggjast niður á hnén. „Ég sagði við fjölskylduna mína að ég hafði bara verið einu sinni áður á Wembley og það var frábær stund. Ég sagði við þau í morgun: Ímyndið ykkur ef við fáum Bobby Zamora móment og það er verður ég. Núna rættist það. Ótrúlegt. Þetta er það sem draumar snúast um,“ sagði Chloe Kelly eftir leikinn. EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Kelly bjó til ógleymanlega stund þegar hún fagnaði sigurmarkinu með því að rífa sig úr treyjunni og fagna á haldaranum. Hún hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu þegar hún var rétt kona á réttum stað eftir hornspyrnu. Kelly varð fyrir miklu áfalli í maí 2021 þegar hún sleit krossband í hné og missti af þeim sökum af Ólympíuleikunum í fyrra. Hún hefur verið að vinna sig til baka og náði að tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum þrátt fyrir að spila bara tvo leiki á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að sætta sig við að vera á varamannabekknum. Það kom ekki í veg fyrir að Chloe gerði útslagið því Sarina Wiegman notaði varamenn sína frábærlega í mótinu og skoruðu þær ófá mörkin. Markið hennar Kelly var reyndar bara hennar annað mark fyrir enska landsliðið og kom það í landsleik númer sextán. Fyrsta markið kom í 3-0 sigri á Belgíu í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið. Svo skemmtilega vill til að Kelly er frá Hanwell sem í vestur London og ólst hún því upp rétt hjá Wembley-leikvanginum. Hún talaði um fagnaðarlætin sín sem hafa fengið mikið hrós á netinu. Þar kom í ljós að hún var ekki að heiðra knattspyrnukonu heldur knattspyrnumann. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Kelly var stuðningsmaður Queens Park Rangers þegar hún var yngri og hún var á Wembley vorið 2014 þegar Bobby Zamora tryggði QPR sæti í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði með þessum hætti. Chloe var því að ekki að hugsa um fræg fagnaðarlæti hinnar bandarísku Brandi Chastain sem fór líka úr að ofan þegar hún tryggði Bandaríkjunum heimsmeistaratitilinn 1999. Chastain skoraði þá úr lokavítinu og fagnaði með því að fara úr treyjunni og leggjast niður á hnén. „Ég sagði við fjölskylduna mína að ég hafði bara verið einu sinni áður á Wembley og það var frábær stund. Ég sagði við þau í morgun: Ímyndið ykkur ef við fáum Bobby Zamora móment og það er verður ég. Núna rættist það. Ótrúlegt. Þetta er það sem draumar snúast um,“ sagði Chloe Kelly eftir leikinn.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira