Falleg saga frá bráðamóttökunni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2022 20:05 Fjölskyldan í Hveragerði, sem skaut skjólshúsi yfir bresku bræðurna, Jóhann Már, Svandís og Ýmir Kári, sonur þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjón í Hveragerði tóku að sér sjö og tíu ára bræður frá Bretlandi og leyfðu þeim að gista hjá sér í nótt. Ástæðan er sú að eiginmaðurinn er yfirlæknir á Selfossi og hafði verið að sinna bráðveikri mömmu drengjanna, sem þurfti að fara í bráðaaðgerð í Reykjavík. Bræðurnir höfðu ekki í nein hús að venda og tóku hjónin drengina að sér með leyfi barnaverndaryfirvalda. Konan kom á bráðamóttökuna á Selfossi í gærmorgun og var þar í svolítinn tíma en var svo flutt á forgangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur í bráðaaðgerð. Konan, sem er bresk var í vikuferðalagi á Íslandi með syni sína. Þau áttu að fljúga heim í gær en ekkert varð af því. Jóhann Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni sinnti konunni en þegar hún var farin til Reykjavíkur stóðu drengirnir einir eftir, þekktu engan og höfðu ekki í nein hús að venda. Jóhann hringdi þá í Svandísi, konu sína, og spurði hvort þau gætu ekki tekið drengina heim til sín á meðan væri verið að finna út úr málum þeirra, „Jú, jú,“ sagði eiginkonan, „ekkert mál“ og voru drengirnir í Heiðarbrúninni hjá Jóhanni, Svandísi og syni þeirra, Ými Kára, frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Tekið skal skýrt fram að barnaverndarnefnd gaf sitt leyfi fyrir veru bræðranna á heimili fjölskyldunnar í Hveragerði. „Þetta voru tveir breskir strákar, sem voru ótrúlega brattir miðað við aðstæður,“ segir Jóhann og Svandís Sigurðardóttir, eiginkona hans bætir við. „Já, voru ótrúlega duglegir, tóku þessu öllu með ró. Það var ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, þessi eldri var mjög mikið að passa þann yngri.“ Og þeir sváfu í flatsæng í herberginu hans Ýmis? „Já, Ýmir var mjög ánægður að fá tvo eldri bræður aðeins lánaða og gerði svona svolítið, sem þeir gerðu,“ segir Jóhann. Þetta er ótrúlega fallegt og vel gert hjá ykkur. „Já, takk fyrir það, það var voðalega lítið annað hægt að gera. Okkur fannst þetta bara sjálfsagt, bara það rétta í stöðunni,“ bætir Jóhann við. Konan var flutt á forgangi frá bráðamóttökunni á Selfossi í gær á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún fór i bráðaaðgerð. Hún verður á spítalanum í nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir máttu velja um í morgun hvort þeir vildu hafragraut í morgunmat eða Hunangs Cheerios, þeir völdu Cheeriosið. Fulltrúi Barnaverndar sótti þá í Hveragerði fyrir hádegi og fór með þá í heimsókn til mömmu þeirra á sjúkrahúsið og fylgdi þeim síðan í Leifsstöð þar sem þeir flugu síðdegis heim til Bretlands með fylgd í flugvélinni. En hvernig líður mömmu þeirra í dag? „Heyrðu já, hún er bara að jafna sig og bara við ágæta líðan held ég,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi. Árborg Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Konan kom á bráðamóttökuna á Selfossi í gærmorgun og var þar í svolítinn tíma en var svo flutt á forgangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur í bráðaaðgerð. Konan, sem er bresk var í vikuferðalagi á Íslandi með syni sína. Þau áttu að fljúga heim í gær en ekkert varð af því. Jóhann Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni sinnti konunni en þegar hún var farin til Reykjavíkur stóðu drengirnir einir eftir, þekktu engan og höfðu ekki í nein hús að venda. Jóhann hringdi þá í Svandísi, konu sína, og spurði hvort þau gætu ekki tekið drengina heim til sín á meðan væri verið að finna út úr málum þeirra, „Jú, jú,“ sagði eiginkonan, „ekkert mál“ og voru drengirnir í Heiðarbrúninni hjá Jóhanni, Svandísi og syni þeirra, Ými Kára, frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Tekið skal skýrt fram að barnaverndarnefnd gaf sitt leyfi fyrir veru bræðranna á heimili fjölskyldunnar í Hveragerði. „Þetta voru tveir breskir strákar, sem voru ótrúlega brattir miðað við aðstæður,“ segir Jóhann og Svandís Sigurðardóttir, eiginkona hans bætir við. „Já, voru ótrúlega duglegir, tóku þessu öllu með ró. Það var ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, þessi eldri var mjög mikið að passa þann yngri.“ Og þeir sváfu í flatsæng í herberginu hans Ýmis? „Já, Ýmir var mjög ánægður að fá tvo eldri bræður aðeins lánaða og gerði svona svolítið, sem þeir gerðu,“ segir Jóhann. Þetta er ótrúlega fallegt og vel gert hjá ykkur. „Já, takk fyrir það, það var voðalega lítið annað hægt að gera. Okkur fannst þetta bara sjálfsagt, bara það rétta í stöðunni,“ bætir Jóhann við. Konan var flutt á forgangi frá bráðamóttökunni á Selfossi í gær á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún fór i bráðaaðgerð. Hún verður á spítalanum í nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir máttu velja um í morgun hvort þeir vildu hafragraut í morgunmat eða Hunangs Cheerios, þeir völdu Cheeriosið. Fulltrúi Barnaverndar sótti þá í Hveragerði fyrir hádegi og fór með þá í heimsókn til mömmu þeirra á sjúkrahúsið og fylgdi þeim síðan í Leifsstöð þar sem þeir flugu síðdegis heim til Bretlands með fylgd í flugvélinni. En hvernig líður mömmu þeirra í dag? „Heyrðu já, hún er bara að jafna sig og bara við ágæta líðan held ég,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi.
Árborg Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira