Leikmenn Englands trufluðu blaðamannafund Wiegman syngjandi og trallandi Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 10:00 Leikmenn enska liðsins stálu senunni. Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images Leikmenn enska kvennalandsliðsins fögnuðu skiljanlega vel eftir sigur á Þýskalandi í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum í gær. Liðið var að vinna fyrsta stóra titil Englands frá árinu 1966. Karlalandslið Englands hefur löngum verið haft að háði og spotti vegna misheppnaðra tilrauna til þess að fagna sigri á EM og HM í gegnum tíðina sem iðulega hefur mistekist gegn Þjóðverjum og/eða eftir vítaspyrnukeppni. Enska kvennalandsliðið kvað þá grýlu niður í gær og fagnaði sigri eftir sigurmark Chloe Kelly á 110. mínútu og tíu mínútur af tímasóun í kjölfarið. Karina Wiegman, þjálfari liðsins, hefur eðlilega hlotið mikið lof fyrir að koma titlinum „heim“ til Englands. It's coming home A familiar song breaks out from the #Lionesses in Sarina Wiegman s press conference following England s Euros win. @GirlsontheBall | #WEURO2022pic.twitter.com/V4pTxuuwn0— The Athletic (@TheAthletic) July 31, 2022 Þar er vísað í texta lagsins Three Lions eftir grínistanna David Baddiel og Frank Skinner sem kom út í aðdraganda EM karla 1996 sem haldið var á Englandi. Lagið hefur náð nýjum hæðum undanfarin ár þar sem Englendingar hafa endurnýjað trú sína á því að karlaliðið geti unnið alþjóðlegt mót á ný, en England lenti í fjórða sæti á HM í Rússlandi 2018 og hlaut silfur á EM allsstaðar í fyrra, eftir tap fyrir Ítalíu í úrslitum á Wembley. Það var ekki fyrr en í gær, 26 árum eftir útgáfu lagsins, sem raunveruleg ástæða var til að syngja „Hann kemur heim“ (e. It's coming home) og það gerðu leikmenn enska liðsins er þær, allar með tölu, trufluðu blaðamannafund Wiegman eftir leik, henni til mikillar ánægju. Wiegman hafði gaman af.Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images EM 2022 í Englandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Karlalandslið Englands hefur löngum verið haft að háði og spotti vegna misheppnaðra tilrauna til þess að fagna sigri á EM og HM í gegnum tíðina sem iðulega hefur mistekist gegn Þjóðverjum og/eða eftir vítaspyrnukeppni. Enska kvennalandsliðið kvað þá grýlu niður í gær og fagnaði sigri eftir sigurmark Chloe Kelly á 110. mínútu og tíu mínútur af tímasóun í kjölfarið. Karina Wiegman, þjálfari liðsins, hefur eðlilega hlotið mikið lof fyrir að koma titlinum „heim“ til Englands. It's coming home A familiar song breaks out from the #Lionesses in Sarina Wiegman s press conference following England s Euros win. @GirlsontheBall | #WEURO2022pic.twitter.com/V4pTxuuwn0— The Athletic (@TheAthletic) July 31, 2022 Þar er vísað í texta lagsins Three Lions eftir grínistanna David Baddiel og Frank Skinner sem kom út í aðdraganda EM karla 1996 sem haldið var á Englandi. Lagið hefur náð nýjum hæðum undanfarin ár þar sem Englendingar hafa endurnýjað trú sína á því að karlaliðið geti unnið alþjóðlegt mót á ný, en England lenti í fjórða sæti á HM í Rússlandi 2018 og hlaut silfur á EM allsstaðar í fyrra, eftir tap fyrir Ítalíu í úrslitum á Wembley. Það var ekki fyrr en í gær, 26 árum eftir útgáfu lagsins, sem raunveruleg ástæða var til að syngja „Hann kemur heim“ (e. It's coming home) og það gerðu leikmenn enska liðsins er þær, allar með tölu, trufluðu blaðamannafund Wiegman eftir leik, henni til mikillar ánægju. Wiegman hafði gaman af.Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images
EM 2022 í Englandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira