Leikmenn Englands trufluðu blaðamannafund Wiegman syngjandi og trallandi Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 10:00 Leikmenn enska liðsins stálu senunni. Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images Leikmenn enska kvennalandsliðsins fögnuðu skiljanlega vel eftir sigur á Þýskalandi í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum í gær. Liðið var að vinna fyrsta stóra titil Englands frá árinu 1966. Karlalandslið Englands hefur löngum verið haft að háði og spotti vegna misheppnaðra tilrauna til þess að fagna sigri á EM og HM í gegnum tíðina sem iðulega hefur mistekist gegn Þjóðverjum og/eða eftir vítaspyrnukeppni. Enska kvennalandsliðið kvað þá grýlu niður í gær og fagnaði sigri eftir sigurmark Chloe Kelly á 110. mínútu og tíu mínútur af tímasóun í kjölfarið. Karina Wiegman, þjálfari liðsins, hefur eðlilega hlotið mikið lof fyrir að koma titlinum „heim“ til Englands. It's coming home A familiar song breaks out from the #Lionesses in Sarina Wiegman s press conference following England s Euros win. @GirlsontheBall | #WEURO2022pic.twitter.com/V4pTxuuwn0— The Athletic (@TheAthletic) July 31, 2022 Þar er vísað í texta lagsins Three Lions eftir grínistanna David Baddiel og Frank Skinner sem kom út í aðdraganda EM karla 1996 sem haldið var á Englandi. Lagið hefur náð nýjum hæðum undanfarin ár þar sem Englendingar hafa endurnýjað trú sína á því að karlaliðið geti unnið alþjóðlegt mót á ný, en England lenti í fjórða sæti á HM í Rússlandi 2018 og hlaut silfur á EM allsstaðar í fyrra, eftir tap fyrir Ítalíu í úrslitum á Wembley. Það var ekki fyrr en í gær, 26 árum eftir útgáfu lagsins, sem raunveruleg ástæða var til að syngja „Hann kemur heim“ (e. It's coming home) og það gerðu leikmenn enska liðsins er þær, allar með tölu, trufluðu blaðamannafund Wiegman eftir leik, henni til mikillar ánægju. Wiegman hafði gaman af.Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images EM 2022 í Englandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Karlalandslið Englands hefur löngum verið haft að háði og spotti vegna misheppnaðra tilrauna til þess að fagna sigri á EM og HM í gegnum tíðina sem iðulega hefur mistekist gegn Þjóðverjum og/eða eftir vítaspyrnukeppni. Enska kvennalandsliðið kvað þá grýlu niður í gær og fagnaði sigri eftir sigurmark Chloe Kelly á 110. mínútu og tíu mínútur af tímasóun í kjölfarið. Karina Wiegman, þjálfari liðsins, hefur eðlilega hlotið mikið lof fyrir að koma titlinum „heim“ til Englands. It's coming home A familiar song breaks out from the #Lionesses in Sarina Wiegman s press conference following England s Euros win. @GirlsontheBall | #WEURO2022pic.twitter.com/V4pTxuuwn0— The Athletic (@TheAthletic) July 31, 2022 Þar er vísað í texta lagsins Three Lions eftir grínistanna David Baddiel og Frank Skinner sem kom út í aðdraganda EM karla 1996 sem haldið var á Englandi. Lagið hefur náð nýjum hæðum undanfarin ár þar sem Englendingar hafa endurnýjað trú sína á því að karlaliðið geti unnið alþjóðlegt mót á ný, en England lenti í fjórða sæti á HM í Rússlandi 2018 og hlaut silfur á EM allsstaðar í fyrra, eftir tap fyrir Ítalíu í úrslitum á Wembley. Það var ekki fyrr en í gær, 26 árum eftir útgáfu lagsins, sem raunveruleg ástæða var til að syngja „Hann kemur heim“ (e. It's coming home) og það gerðu leikmenn enska liðsins er þær, allar með tölu, trufluðu blaðamannafund Wiegman eftir leik, henni til mikillar ánægju. Wiegman hafði gaman af.Sarah Stier - UEFA/UEFA via Getty Images
EM 2022 í Englandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira