Stefán Teitur var í byrjunarliðinu þegar liðið tók á móti Bröndby í síðasta leik dagsins í Danmörku.
Stefán spilaði fyrstu 68 mínútur leiksins en Silkeborg vann 2-0 með mörkum frá Nicklas Helenius og Tobias Salquist en sá síðarnefndi lék um tíma hér á landi með Fjölni.
Silkeborg hefur sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og trónir á toppi deildarinnar.