Fréttastofu hafa borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Telja verður líklegt að skjálftinn eigi upptök sín á því svæði, enda hefur stór jarðskjálftahrina riðið yfir svæðið að undanförnu.
Þá hefur Vísir fengið ábendingar þess efnis að skjálftinn hafi fundist vel í Borgarfirði, Akranesi, Hvolsvelli, Bláskógabyggð og víðar.
Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að skjálftinn hefði verið 5,2 að stærð, síðan var sú stærð uppfærð í 4,7 samkvæmt uppfærðum tölum Veðurstofunnar og nú eftir að Veðurstofan hefur yfirfarið gögn sín hefur stærð skjálftans verið uppfærð í 5,4.