Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2022 00:03 Fangelsið og allt sem var þar inni er rústir einar eftir árásina á fangelsið. Rúm og menn orðin að ösku. AP Stríðsfangelsi í bænum Olenivka í Donetsk-héraði sem er á valdi Rússa varð fyrir loftárás á föstudag með þeim afleiðingum að 53 úkraínskir stríðsfangar létust og 75 særðust. Rauði krossinn segir yfirvöld ekki enn hafa orðið við beiðni samtakanna um að heimsækja fangelsið. Ljósmyndir af fangelsinu utan frá. Skemmdirnar virðast ekki svo miklar séð utan frá en fyrir innan blasir við hryllileg eyðilegging.AP Rauði krossinn hefur séð um að skipuleggja brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Samtökin hafa einnig fylgst með meðferð á stríðsföngum í vörslu landanna tveggja og núna hafa þau óskað eftir aðgangi að fangelsinu í Olenivka til að „meta heilsu og ásigkomulag alls fólksins sem var á staðnum þegar árásin átti sér stað.“ Hins vegar sé ekki enn búið að verða við beiðni þeirra um aðgang að fangelsinu. Samtökin segja að þau hafi í forgangi að tryggja að hinir særðu hljóti aðhlynningu og að gengið verði frá líkömum þeirra sem misstu lífið á mannsæmandi hátt. Í færslu sem samtökin birtu á Twitter segja þau að samkvæmt Genfarsáttmálanum sé það skylda stríðandi landa að gefa Rauða krossinum aðgang að stríðsföngum. All prisoners of war, wherever they are held, are protected under international humanitarian law. They are no longer part of the fight and should not be attacked. We've been able to visit some POWs and other detainees, but we haven't been granted access to visit them all.— ICRC (@ICRC) July 29, 2022 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Eftir árásina á fangelsið skiptust Rússar og Úkraínumenn á að saka hvor aðra um að bera ábyrgð á árásinni. Zelenskyy tekur sjálfu af sér með særðum hermanni í Ódesa.AP Báðar þjóðir hafa haldið því fram að árásin hefði verið framin til að geta sakað Úkraínumenn um stríðsglæpi ásamt því að þagga niður í úkraínskum föngum og eyða sönnunargögnum. Úkraínumenn segja Rússa hafa framið árásina til að hylma yfir pyntingar og aftökur á úkraínskum föngum. Vólódímír Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði árásina vera stríðsglæp framinn af ásettu ráði og kallaði eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Einnig kallaði hann eftir því að Rússland yrði gert að yfirlýstu hryðjuverkaríki. „Þetta var rússneskur stríðsglæpur framinn af ásettu ráði, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum framið af ásettu ráði,“ sagði Zelenskyy um árásina. Í frétt Reuters hafa mannslíkamar innan úr fangelsinu verið hulnir.reuters Jafnframt sagði hann að fordæming á árásinni á formi pólitísks orðagjálfurs væri ekki „fullnægjandi fyrir þetta fjöldamorð.“ Segja árásina ögrun Úkraínumanna Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur aftur á móti haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á árásinni og að þeir hafi notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins lýsti árásinni sem „blóðugri ögrun“ í yfirlýsingu. Rannsakendur skoða lík stríðsfanganna eftir árásina á fangelsið.AP Yfirvöld aðskilnaðarsinna í Donetsk og rússneskir fulltrúar segja að 53 stríðsfangar hafi látist í árásinni og 75 stríðsfangar hafi særst. Varnarmálaráðuneytið birti tilkynningu á laugardag þar sem það birti nöfn 48 fanga sem þau telja sig hafa borið kennsl á. Einnig lýsti ráðuneytið því yfir að á meðal látnu fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem tóku þátt í að verja Azov-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að herdeildin sé skipuð nýnasistum og nú síðast í dag birti varnarmálaráðuneytið færslu á Twitter þar sem kom fram að hermenn deildarinnar ættu skilið að vera hengdir. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Ljósmyndir af fangelsinu utan frá. Skemmdirnar virðast ekki svo miklar séð utan frá en fyrir innan blasir við hryllileg eyðilegging.AP Rauði krossinn hefur séð um að skipuleggja brottflutning almennra borgara frá stríðshrjáðum svæðum eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Samtökin hafa einnig fylgst með meðferð á stríðsföngum í vörslu landanna tveggja og núna hafa þau óskað eftir aðgangi að fangelsinu í Olenivka til að „meta heilsu og ásigkomulag alls fólksins sem var á staðnum þegar árásin átti sér stað.“ Hins vegar sé ekki enn búið að verða við beiðni þeirra um aðgang að fangelsinu. Samtökin segja að þau hafi í forgangi að tryggja að hinir særðu hljóti aðhlynningu og að gengið verði frá líkömum þeirra sem misstu lífið á mannsæmandi hátt. Í færslu sem samtökin birtu á Twitter segja þau að samkvæmt Genfarsáttmálanum sé það skylda stríðandi landa að gefa Rauða krossinum aðgang að stríðsföngum. All prisoners of war, wherever they are held, are protected under international humanitarian law. They are no longer part of the fight and should not be attacked. We've been able to visit some POWs and other detainees, but we haven't been granted access to visit them all.— ICRC (@ICRC) July 29, 2022 „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Eftir árásina á fangelsið skiptust Rússar og Úkraínumenn á að saka hvor aðra um að bera ábyrgð á árásinni. Zelenskyy tekur sjálfu af sér með særðum hermanni í Ódesa.AP Báðar þjóðir hafa haldið því fram að árásin hefði verið framin til að geta sakað Úkraínumenn um stríðsglæpi ásamt því að þagga niður í úkraínskum föngum og eyða sönnunargögnum. Úkraínumenn segja Rússa hafa framið árásina til að hylma yfir pyntingar og aftökur á úkraínskum föngum. Vólódímír Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði árásina vera stríðsglæp framinn af ásettu ráði og kallaði eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Einnig kallaði hann eftir því að Rússland yrði gert að yfirlýstu hryðjuverkaríki. „Þetta var rússneskur stríðsglæpur framinn af ásettu ráði, fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum framið af ásettu ráði,“ sagði Zelenskyy um árásina. Í frétt Reuters hafa mannslíkamar innan úr fangelsinu verið hulnir.reuters Jafnframt sagði hann að fordæming á árásinni á formi pólitísks orðagjálfurs væri ekki „fullnægjandi fyrir þetta fjöldamorð.“ Segja árásina ögrun Úkraínumanna Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur aftur á móti haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á árásinni og að þeir hafi notast við flugskeyti frá Bandaríkjamönnum. Fulltrúi varnarmálaráðuneytisins lýsti árásinni sem „blóðugri ögrun“ í yfirlýsingu. Rannsakendur skoða lík stríðsfanganna eftir árásina á fangelsið.AP Yfirvöld aðskilnaðarsinna í Donetsk og rússneskir fulltrúar segja að 53 stríðsfangar hafi látist í árásinni og 75 stríðsfangar hafi særst. Varnarmálaráðuneytið birti tilkynningu á laugardag þar sem það birti nöfn 48 fanga sem þau telja sig hafa borið kennsl á. Einnig lýsti ráðuneytið því yfir að á meðal látnu fanganna væru liðsmenn Azov-herdeildarinnar sem tóku þátt í að verja Azov-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar hafa ítrekað haldið því fram að herdeildin sé skipuð nýnasistum og nú síðast í dag birti varnarmálaráðuneytið færslu á Twitter þar sem kom fram að hermenn deildarinnar ættu skilið að vera hengdir.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir „Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“ Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 30. júlí 2022 08:51