Gjaldskrá Samgöngustofu var síðast hækkuð árið 2020. Þá nam almenn hækkun gjaldliða 2,5 prósent.
Hækkun gjaldskrárinnar var tilkynnt starfsmönnum Samgöngustofu í gær, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Breytingin verður auglýst á sunnudaginn og birt á vef Samgöngustofu á mánudag.
Skatthækkun skilar sér í verð á númeraplötum
Verð á númeraplötu verður 6.300 krónur en var áður 2.665 krónur. Verðið skiptist nú í tvo liði, annars vegar 3.000 krónur í skattheimtu og hins vegar 3.300 krónur vegna efniskostnaðar og vinnslu.
Skattheimta af númeraplötu var áður 1.500 krónur en skattinum var breytt fyrir nokkrum árum en kemur fyrst núna inn í gjaldskrá Samgöngustofu. Efniskostnaður og vinnsla kostaði áður 1.165 krónur.
Þá hækkar tímagjald sérfræðinga um 14,6 prósent í takti við almennar launahækkanir sem hafa skilað sér í gjaldskrá, að því er segir í tilkynningu Samgöngustofu.