Engin Sara en Snorri Barón er samt með níu skjólstæðinga á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 12:00 Snorri Barón Jónsson með þeim Söru Sigmundsdóttur og Gabrielu Migala sem er líkleg til afreka á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, er orðinn risastórt nafn í CrossFit heiminum enda með fjölda skjólstæðinga sem eru í fremstu röð í greininni. Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en Björgvin Karl komst þangað með sannfærandi frammistöðu á undanúrslitamóti sínu. Snorri segir frá því á Instagram síðu sinni að hann sé á leiðinni til Madison í Wisconsin fylki þar sem heimsleikarnir hefjast í næstu viku. Þar kemur líka fram að alls munu níu skjólstæðingar hans vera að keppa þarna. View this post on Instagram A post shared by S n o r r i B a r o n (@snorribaron) „Ég hef ekki verið í Madison síðan 2019 vegna alls konar klikkaðra hluta sem gerðust í heiminum svo ég hlakka mikið til að komast loksins aftur á heimsleikanna,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Fyrirtækið mitt hefur vaxið talsvert mikið síðan þá og ég býst ekki við rólegum eða afslappandi tíma því ég er í umboði fyrir níu íþróttamenn sem eru að keppa á leikunum,“ skrifaði Snorri. Björgvin Karl er annar tveggja íslenskra skjólstæðinga Snorra því þótt að Sara hafi ekki komist alla leið þá gerði Sólveig Sigurðardóttir það í fyrsta sinn. Þetta gætu orðið stórir heimsleikar fyrir Rússann Roman Khrennikov sem vann sitt undanúrslitamót í Asíu. Hann er skjólstæðingur Snorra eins og Ástralinn Ricky Garard sem varð í öðru sæti í undanúrslitamóti Eyjaálfu. Það er líka hin sautján ára gamla kanadíska stelpa Emma Lawson sem þykir líkleg til stórræða í allra næstu framtíð en hún vann CrossFit Atlas Games undanúrslitamótið. Annar öflugur skjólstæðingur Snorra en Pólverjinn Gabriela Migala sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár. Hún náði þriðja sætinu á Lowlands undanúrslitamótinu þar sem Sara Sigmundsdóttir varð sjötta og rétt missti af farseðlinum. Finninn Henrik Haapalainen er líka hjá Snorra en hann varð annar á Strength in Depth undanúrslitamótinu sem er frábær árangur. CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en Björgvin Karl komst þangað með sannfærandi frammistöðu á undanúrslitamóti sínu. Snorri segir frá því á Instagram síðu sinni að hann sé á leiðinni til Madison í Wisconsin fylki þar sem heimsleikarnir hefjast í næstu viku. Þar kemur líka fram að alls munu níu skjólstæðingar hans vera að keppa þarna. View this post on Instagram A post shared by S n o r r i B a r o n (@snorribaron) „Ég hef ekki verið í Madison síðan 2019 vegna alls konar klikkaðra hluta sem gerðust í heiminum svo ég hlakka mikið til að komast loksins aftur á heimsleikanna,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Fyrirtækið mitt hefur vaxið talsvert mikið síðan þá og ég býst ekki við rólegum eða afslappandi tíma því ég er í umboði fyrir níu íþróttamenn sem eru að keppa á leikunum,“ skrifaði Snorri. Björgvin Karl er annar tveggja íslenskra skjólstæðinga Snorra því þótt að Sara hafi ekki komist alla leið þá gerði Sólveig Sigurðardóttir það í fyrsta sinn. Þetta gætu orðið stórir heimsleikar fyrir Rússann Roman Khrennikov sem vann sitt undanúrslitamót í Asíu. Hann er skjólstæðingur Snorra eins og Ástralinn Ricky Garard sem varð í öðru sæti í undanúrslitamóti Eyjaálfu. Það er líka hin sautján ára gamla kanadíska stelpa Emma Lawson sem þykir líkleg til stórræða í allra næstu framtíð en hún vann CrossFit Atlas Games undanúrslitamótið. Annar öflugur skjólstæðingur Snorra en Pólverjinn Gabriela Migala sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár. Hún náði þriðja sætinu á Lowlands undanúrslitamótinu þar sem Sara Sigmundsdóttir varð sjötta og rétt missti af farseðlinum. Finninn Henrik Haapalainen er líka hjá Snorra en hann varð annar á Strength in Depth undanúrslitamótinu sem er frábær árangur.
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira