Íslendingarnir leiti ekki aðeins á útihátíðirnar þessa helgina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. júlí 2022 23:34 Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, segir að fólk þurfi ekki að örvænta ef það verður á síðasta snúning á morgun. Vísir/Arnar Ísland er víða uppbókað um þessar mundir að sögn formann samtaka ferðaþjónustunnar. Íslenskir ferðamenn verða á ferðinni líkt og þeir erlendu um verslunarmannahelgina. Mikil eftirspurn er eftir útivistavörum en að sögn deildarstjóra hjá Fjallakofanum leitar fólk ekki aðeins á útihátíðirnar. Ferðaþjónustan virðist komin aftur á skrið eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem erlendir ferðamenn streyma til landsins. Þeim hefur þó fjölgað óvenjulega hratt, með tilheyrandi álagi á ferðaþjónustuna, að sögn Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það í rauninni má segja að Ísland sé bara upp bókað að stórum hluta núna í ágúst. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem ætlar sér að finna gistingu og bílaleigubíla, rútuferðir eða aðrar afþreyingar núna með mjög skömmum fyrirvara, ég myndi segja að það væri nánast vonlaust á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir hann. Nú er verslunarmannahelgin fram undan þar sem Íslendingar fara líkt og þeir erlendu á stjá en stórar útihátíðir á borð við Þjóðhátíð laða marga að. „Þetta er náttúrulega mikil ferðahelgi hjá Íslendingum og það bætist þá við erlendu ferðamennina sem eru á ferð um landið, þannig það má búast við að það verði mikið af fólki á faraldsfæti núna um næstu helgi,“ segir Jóhannes. Regnföt og ýmis konar búnaður vinsælastur Íslenskir sem og erlendir ferðamenn finna sér þó alltaf leið og skiptir það litlu að hótel og bílaleigubílar séu af skornum skammti. Í versta falli er til að mynda alltaf hægt að næla sér í gott tjald. Hjá Fjallakofanum hefur fólk í hið minnsta verið að næla sér í alls kyns hluti. „Það er töluvert af fólki að undirbúa sig fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, en hann segir hópana sem leita í verslunina margs konar. „Það er ákveðinn hópur sem er mikið að kaupa sér regnföt, því það virðist vera blaut helgi fram undan, og svo er fólk sem er að versla sér tjöld og búnað.“ Þó margir leiti vissulega á útihátíðirnar séu einnig margir sem ætli til að mynda í fjallgöngu. Sjálfur nefnir hann dæmi um tvær konur sem kíktu til hans í vikunni sem ætluðu einsamar upp á fjall með búnaðinn á bakinu. „Fólk er að ögra sjálfum sér og gera eitthvað fyrir sjálft sig, það finnst mér kannski vera smá aukning í því frá því áður. Það er kannski ekki eins mikil stemning, alla vega hjá okkur, að fara á stórar útihátíðir heldur meira að gera eitthvað aktívt, hreyfa sig eitthvað, fara með allt á bakinu og reyna svolítið á elementin,“ segir Gulli. Þá bendir hann á að í Fjallakofanum megi finna ýmis konar búnað og þó að eftirspurnin hafi verið mikil, þá sérstaklega í sumar, sé nóg til og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það eigi til að mynda við um þá sem mögulega hafi verið í afneitun um veðurspáina síðustu daga. Þannig fólk þarf ekki að örvænta ef það er að taka síðustu skrefin á morgun fyrir helgina? „Það ætti ekki að vera,“ segir Gulli léttur í bragði. Ferðamennska á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ferðaþjónustan virðist komin aftur á skrið eftir kórónuveirufaraldurinn þar sem erlendir ferðamenn streyma til landsins. Þeim hefur þó fjölgað óvenjulega hratt, með tilheyrandi álagi á ferðaþjónustuna, að sögn Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það í rauninni má segja að Ísland sé bara upp bókað að stórum hluta núna í ágúst. Það er mjög erfitt fyrir fólk sem ætlar sér að finna gistingu og bílaleigubíla, rútuferðir eða aðrar afþreyingar núna með mjög skömmum fyrirvara, ég myndi segja að það væri nánast vonlaust á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir hann. Nú er verslunarmannahelgin fram undan þar sem Íslendingar fara líkt og þeir erlendu á stjá en stórar útihátíðir á borð við Þjóðhátíð laða marga að. „Þetta er náttúrulega mikil ferðahelgi hjá Íslendingum og það bætist þá við erlendu ferðamennina sem eru á ferð um landið, þannig það má búast við að það verði mikið af fólki á faraldsfæti núna um næstu helgi,“ segir Jóhannes. Regnföt og ýmis konar búnaður vinsælastur Íslenskir sem og erlendir ferðamenn finna sér þó alltaf leið og skiptir það litlu að hótel og bílaleigubílar séu af skornum skammti. Í versta falli er til að mynda alltaf hægt að næla sér í gott tjald. Hjá Fjallakofanum hefur fólk í hið minnsta verið að næla sér í alls kyns hluti. „Það er töluvert af fólki að undirbúa sig fyrir helgina,“ segir Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson eða Gulli eins og hann er kallaður, deildarstjóri hjá Fjallakofanum, en hann segir hópana sem leita í verslunina margs konar. „Það er ákveðinn hópur sem er mikið að kaupa sér regnföt, því það virðist vera blaut helgi fram undan, og svo er fólk sem er að versla sér tjöld og búnað.“ Þó margir leiti vissulega á útihátíðirnar séu einnig margir sem ætli til að mynda í fjallgöngu. Sjálfur nefnir hann dæmi um tvær konur sem kíktu til hans í vikunni sem ætluðu einsamar upp á fjall með búnaðinn á bakinu. „Fólk er að ögra sjálfum sér og gera eitthvað fyrir sjálft sig, það finnst mér kannski vera smá aukning í því frá því áður. Það er kannski ekki eins mikil stemning, alla vega hjá okkur, að fara á stórar útihátíðir heldur meira að gera eitthvað aktívt, hreyfa sig eitthvað, fara með allt á bakinu og reyna svolítið á elementin,“ segir Gulli. Þá bendir hann á að í Fjallakofanum megi finna ýmis konar búnað og þó að eftirspurnin hafi verið mikil, þá sérstaklega í sumar, sé nóg til og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það eigi til að mynda við um þá sem mögulega hafi verið í afneitun um veðurspáina síðustu daga. Þannig fólk þarf ekki að örvænta ef það er að taka síðustu skrefin á morgun fyrir helgina? „Það ætti ekki að vera,“ segir Gulli léttur í bragði.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira