Bannað að vísa starfsmönnum á dyr Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 28. júlí 2022 15:00 Við gerð síðustu kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var gengið frá bókun um leigu húsnæðis í tengslum við ráðningarsamning starfsfólks í ferðaþjónustu. Ákvæðinu er ætlað að tryggja betur öryggi starfsmanna við þessar aðstæður, enda aðkallandi þörf. Vissulega er það þannig að það er sjaldan heppilegt að tengja húsnæði ráðningarsamningi starfsmanna. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og oft aftrað fólki frá því að gera athugasemdir við kjör sín og önnur réttindi þar sem það hefur óttast að missa leiguhúsnæðið. Kveðið er á um það í kjarasamningum að þegar vinnuveitandi útvegar starfsmanni húsnæði gegn endurgjaldi í tengslum við ráðningu gildi ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 um gerð og efni leigusamninga. Samningurinn skal vera skriflegur og uppfylla kröfur II. kafla húsaleigulaga þ.m.t. fjárhæð húsaleigu. Þá þarf húsnæðið að standast aðbúnað og hollustuhætti. Jafnframt skal leigan ekki vera hærri en almennt gerist og sanngjörn í garð beggja aðila sé tekið mið af þinglýstum húsaleigusamningum á sama svæði. Það sem af er sumri hafa aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands fengið fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum þar sem þeim hefur verið gert að hætta störfum, þrátt fyrir að ráðningartímabilinu hafi ekki verið lokið samkvæmt ráðningarsamningi. Þar er ekki síst um að ræða starfsmenn sem hafa verið í íbúðarhúsnæði á vegum ferðaþjónustuaðila. Hefur fólki í mörgum tilfellum verið gert að yfirgefa húsnæðið, stundum samdægurs þrátt fyrir að uppsagnarfrestinum sé ekki lokið samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Slíkt er óheimilt svo vitnað sé í gildandi kjarasamning. Alltof mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu koma sér hjá því að gera skriflega leigusamninga við starfsmenn, sem ekki fá greiddar húsaleigubætur nema þeir geti framvísað löglegum húsaleigusamningi. Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er þetta brot á samkomulagi aðila. Svo vitnað sé í bókun í fyrrgreindum kjarasamningi sem nær til starfsmanna í ferðaþjónustu ber að gera leigusamninga við starfsmenn sem hafa herbergi/íbúðarhúsnæði á vegum fyrirtækjanna til afnota gegn greiðslu. Þá er jafnframt tekið fram að um slíka leigu gildi Húsaleigulögin. Geri fyrirtæki ekki leigusamninga við starfsmenn gilda ákvæði Húsaleigulaga. Í 10. grein laganna er tiltekið að; „Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert tímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.“ Í títtnefndum Húsaleigulögum er jafnframt tekið fram að uppsögn húsaleigusamninga skuli vera skriflegar. Í flestum tilfellum er uppsagnarfresturinn þrír til sex mánuðir. Í ákveðnum tilfellum er hann lengri. Sé ekki um annað samið ber atvinnurekendum að virða réttindi starfsmanna við starfslok er varðar aðgengi að íbúðarhúsnæði á þeirra vegum hvort heldur sem starfsmenn greiða fyrir afnotin eða hafa haft aðgengi að því endurgjaldslaust. Þessari umfjöllun er ætlað að minna atvinnurekendur á skyldur þeirra og ábyrgð gagnvart starfsmönnum sem þeir leggja til húsnæði gegn endurgjaldi. Það er hvort heldur starfsmenn eru í ótímabundnu eða tímabundnu ráðningarsambandi. Það er ekki í boði að kasta starfsfólki á dyr við ráðningaslit, sem ekki eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga, nema fyrir því liggi ríkar og rökstuddar ástæður. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Við gerð síðustu kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands var gengið frá bókun um leigu húsnæðis í tengslum við ráðningarsamning starfsfólks í ferðaþjónustu. Ákvæðinu er ætlað að tryggja betur öryggi starfsmanna við þessar aðstæður, enda aðkallandi þörf. Vissulega er það þannig að það er sjaldan heppilegt að tengja húsnæði ráðningarsamningi starfsmanna. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og oft aftrað fólki frá því að gera athugasemdir við kjör sín og önnur réttindi þar sem það hefur óttast að missa leiguhúsnæðið. Kveðið er á um það í kjarasamningum að þegar vinnuveitandi útvegar starfsmanni húsnæði gegn endurgjaldi í tengslum við ráðningu gildi ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 um gerð og efni leigusamninga. Samningurinn skal vera skriflegur og uppfylla kröfur II. kafla húsaleigulaga þ.m.t. fjárhæð húsaleigu. Þá þarf húsnæðið að standast aðbúnað og hollustuhætti. Jafnframt skal leigan ekki vera hærri en almennt gerist og sanngjörn í garð beggja aðila sé tekið mið af þinglýstum húsaleigusamningum á sama svæði. Það sem af er sumri hafa aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands fengið fjölmargar fyrirspurnir frá félagsmönnum þar sem þeim hefur verið gert að hætta störfum, þrátt fyrir að ráðningartímabilinu hafi ekki verið lokið samkvæmt ráðningarsamningi. Þar er ekki síst um að ræða starfsmenn sem hafa verið í íbúðarhúsnæði á vegum ferðaþjónustuaðila. Hefur fólki í mörgum tilfellum verið gert að yfirgefa húsnæðið, stundum samdægurs þrátt fyrir að uppsagnarfrestinum sé ekki lokið samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Slíkt er óheimilt svo vitnað sé í gildandi kjarasamning. Alltof mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu koma sér hjá því að gera skriflega leigusamninga við starfsmenn, sem ekki fá greiddar húsaleigubætur nema þeir geti framvísað löglegum húsaleigusamningi. Samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands er þetta brot á samkomulagi aðila. Svo vitnað sé í bókun í fyrrgreindum kjarasamningi sem nær til starfsmanna í ferðaþjónustu ber að gera leigusamninga við starfsmenn sem hafa herbergi/íbúðarhúsnæði á vegum fyrirtækjanna til afnota gegn greiðslu. Þá er jafnframt tekið fram að um slíka leigu gildi Húsaleigulögin. Geri fyrirtæki ekki leigusamninga við starfsmenn gilda ákvæði Húsaleigulaga. Í 10. grein laganna er tiltekið að; „Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert tímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.“ Í títtnefndum Húsaleigulögum er jafnframt tekið fram að uppsögn húsaleigusamninga skuli vera skriflegar. Í flestum tilfellum er uppsagnarfresturinn þrír til sex mánuðir. Í ákveðnum tilfellum er hann lengri. Sé ekki um annað samið ber atvinnurekendum að virða réttindi starfsmanna við starfslok er varðar aðgengi að íbúðarhúsnæði á þeirra vegum hvort heldur sem starfsmenn greiða fyrir afnotin eða hafa haft aðgengi að því endurgjaldslaust. Þessari umfjöllun er ætlað að minna atvinnurekendur á skyldur þeirra og ábyrgð gagnvart starfsmönnum sem þeir leggja til húsnæði gegn endurgjaldi. Það er hvort heldur starfsmenn eru í ótímabundnu eða tímabundnu ráðningarsambandi. Það er ekki í boði að kasta starfsfólki á dyr við ráðningaslit, sem ekki eru í samræmi við ákvæði kjarasamninga, nema fyrir því liggi ríkar og rökstuddar ástæður. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar