Segir þolmarkadag jarðar skuggalega framarlega á árinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2022 11:45 Yfirdráttardagur jarðar er í dag. Getty Jarðarbúar eru komnir að þolmörkum á nýtingu auðlinda jarðar. Það þýðir að frá og með deginum í dag göngum við hraðar á auðlindir jarðar en þær ná að endurnýja sig. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að dagurinn sé skuggalega framarlega á almanaksárinu og ítrekar að aðgerða sé þörf. Það má segja að eftir daginn í dag taki jarðarbúar yfirdrátt á auðlindir jarðar út árið. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, segir að öll auðlindanotkun verði ósjálfbær eftir daginn í dag. Ég sé hér að árið 1972 þá var dagurinn í desember, svo árið 1982 var hann í nóvember og svo koll af kolli. Dagurinn hefur verið í október, september og ágúst. Dagurinn er semsagt að færast framar og framar á árinu er það ekki rétt? „Já það er skuggalega þróunin. Þessi dagur er að færast framar. Við erum að verða ósjálfbærari með hverju árinu. Í upphafi mælingar var hann í lok desember og nú er hann kominn í júli. Það sem er okkar áskorun er að færa daginn aftur og helst að hann verði ekki á dagatalinu, það er vonandi eitthvað sem við náum.“ Jóhannes segir að til þess að ná því markmiði þurfi allir að leggjast á eitt, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. „Auðvitað hefur ríkisstjórnin og Ísland skuldbundið sig til þess að verða sjálfbærari. Við erum með markmið um kolefnishlutleysi, við erum búin að skrifa undir parísarsamkomulagið þannig við erum með alls konar samninga til þess að reyna að ná markmiði um sjálfbærni.“ „Svo er ýmislegt sem einstaklingar geta gert. Við getum reynt að verða sjálfbærari með því að borða minna af kjöti eða keyra minna. Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert. Þau geta sett sér markmið í loftslagsmálum, sjálfbærnistefnu, reynt að menga minna þannig það er margt sem hægt er að gera.“ Sagði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sem hvetur alla til að prófa sjálfbæran lífsstíl. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Sjá meira
Það má segja að eftir daginn í dag taki jarðarbúar yfirdrátt á auðlindir jarðar út árið. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, segir að öll auðlindanotkun verði ósjálfbær eftir daginn í dag. Ég sé hér að árið 1972 þá var dagurinn í desember, svo árið 1982 var hann í nóvember og svo koll af kolli. Dagurinn hefur verið í október, september og ágúst. Dagurinn er semsagt að færast framar og framar á árinu er það ekki rétt? „Já það er skuggalega þróunin. Þessi dagur er að færast framar. Við erum að verða ósjálfbærari með hverju árinu. Í upphafi mælingar var hann í lok desember og nú er hann kominn í júli. Það sem er okkar áskorun er að færa daginn aftur og helst að hann verði ekki á dagatalinu, það er vonandi eitthvað sem við náum.“ Jóhannes segir að til þess að ná því markmiði þurfi allir að leggjast á eitt, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. „Auðvitað hefur ríkisstjórnin og Ísland skuldbundið sig til þess að verða sjálfbærari. Við erum með markmið um kolefnishlutleysi, við erum búin að skrifa undir parísarsamkomulagið þannig við erum með alls konar samninga til þess að reyna að ná markmiði um sjálfbærni.“ „Svo er ýmislegt sem einstaklingar geta gert. Við getum reynt að verða sjálfbærari með því að borða minna af kjöti eða keyra minna. Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert. Þau geta sett sér markmið í loftslagsmálum, sjálfbærnistefnu, reynt að menga minna þannig það er margt sem hægt er að gera.“ Sagði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sem hvetur alla til að prófa sjálfbæran lífsstíl.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Sjá meira