Tekur sér leyfi en sver af sér ásakanirnar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júlí 2022 06:29 Sturla B. Johnsen segist aldrei hafa brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Aðsend Sturla B. Johnsen, heimilislæknir og einn eigandi Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og félagsins Heilsuverndar, sver af sér ásakanir sem birtust í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu í síðustu viku. Hann segist aldrei hafa brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Í gær birtist frétt á DV um ásakanirnar en þær voru að hann hafi fengið sjúkling í kynlífsiðkanir með sér gegn hennar vilja og að hann hafi sýnt fram á óeðlilega hegðun gegn sjúkling við læknisheimsókn. DV sendi fyrirspurn á Heilsugæsluna í Urðarhvarfi en í svari framkvæmdastjóra kom fram að læknirinn hafi hafnað ásökununum en óskað eftir því að fara í leyfi. Sturla var ekki nafngreindur í frétt DV en í ummælakerfinu undir ásökununum var hann nafngreindur. „Ég vil byrja á því að taka hér fram að ég hef aldrei brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Aldrei. Né hef ég nýtt starf mitt sem læknir til að brjóta á eða misnotaða aðstöðu mína á nokkurn hátt gegn sjúklingum mínum eða öðrum einstaklingum. Aldrei,“ segir í yfirlýsingu Sturlu sem send var á fjölmiðla í gær. Hann viðurkennir þó að hann hefði mátt vera nærgætnari í orðavali við konur „því það er ekki fullorðnum karlmanni sæmandi að ávarpa allar konur til dæmis sem prinsessur eða kalla þær elskulegar,“ líkt og segir í yfirlýsingunni. Hann segist ætla að vanda orðaval sitt í framtíðinni og biður þær konur sem hann hefur sært blygðunarkennd hjá afsökunar. Hann segir mikla ábyrgð vera fólgna í því að eiga í samskiptum við aðra manneskju í starfi og lífinu en það fylgi einnig mikil ábyrgð í að bera aðra manneskju þungum sökum á samfélagsmiðlum. Hann segist ekki hafa neitt að fela. „Af virðingu við fyrirtækið sem ég hef ásamt öðrum lagt hart að mér að byggja upp og einnig af virðingu við það góða fólk sem þar vinnur og þangað sækir ákvað ég að taka mér leyfi frá störfum. Það erfiða skref tek ég vitandi að ég hef aldrei gerst sekur um þær þungu sakir sem á mig eru bornar. Aldrei.“ MeToo Heilsugæsla Kynferðisofbeldi Kópavogur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Í gær birtist frétt á DV um ásakanirnar en þær voru að hann hafi fengið sjúkling í kynlífsiðkanir með sér gegn hennar vilja og að hann hafi sýnt fram á óeðlilega hegðun gegn sjúkling við læknisheimsókn. DV sendi fyrirspurn á Heilsugæsluna í Urðarhvarfi en í svari framkvæmdastjóra kom fram að læknirinn hafi hafnað ásökununum en óskað eftir því að fara í leyfi. Sturla var ekki nafngreindur í frétt DV en í ummælakerfinu undir ásökununum var hann nafngreindur. „Ég vil byrja á því að taka hér fram að ég hef aldrei brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Aldrei. Né hef ég nýtt starf mitt sem læknir til að brjóta á eða misnotaða aðstöðu mína á nokkurn hátt gegn sjúklingum mínum eða öðrum einstaklingum. Aldrei,“ segir í yfirlýsingu Sturlu sem send var á fjölmiðla í gær. Hann viðurkennir þó að hann hefði mátt vera nærgætnari í orðavali við konur „því það er ekki fullorðnum karlmanni sæmandi að ávarpa allar konur til dæmis sem prinsessur eða kalla þær elskulegar,“ líkt og segir í yfirlýsingunni. Hann segist ætla að vanda orðaval sitt í framtíðinni og biður þær konur sem hann hefur sært blygðunarkennd hjá afsökunar. Hann segir mikla ábyrgð vera fólgna í því að eiga í samskiptum við aðra manneskju í starfi og lífinu en það fylgi einnig mikil ábyrgð í að bera aðra manneskju þungum sökum á samfélagsmiðlum. Hann segist ekki hafa neitt að fela. „Af virðingu við fyrirtækið sem ég hef ásamt öðrum lagt hart að mér að byggja upp og einnig af virðingu við það góða fólk sem þar vinnur og þangað sækir ákvað ég að taka mér leyfi frá störfum. Það erfiða skref tek ég vitandi að ég hef aldrei gerst sekur um þær þungu sakir sem á mig eru bornar. Aldrei.“
MeToo Heilsugæsla Kynferðisofbeldi Kópavogur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira