„Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2022 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson ætlar sér stóra hluti á heimsleikunum í ár sem undanfarin ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta vonarstjarna Íslands á komandi heimsleikum í CrossFit nú þegar Anníe Mist Þórisdóttir er búin að skipta yfir í liðakeppnina og þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir mistókst að tryggja sér farseðil á leikanna. Þessi fjögur hafa öll verið á verðlaunapallinum undanfarin áratug en nú er það bara Björgvin Karl sem er með í ár. Auðvitað eru upprennandi íslenskar stjörnur með í ár eins og þær Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þuríður náði níunda sætinu 2019 og varð þrettánda í fyrra. Sólveig er að keppa í fyrsta sinn í einstaklingskeppninni á leikunum en var tvisvar með í liðakeppninni. Það búast fáir við því að þær Þuríður Erla og Sólveig, þó mjög góðar séu, keppi um verðlaunasæti á heimsleikunum en þar er aftur á móti stefnan að vanda hjá BKG. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Anníe, Katrín Tanja og Sara hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár en hinn stöðugi og stórbrotni Björgvin Karl hefur meira verið í því að láta bara verkin tala. Björgvin ætlar aftur á móti að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast meira með sér á þessum heimsleikum því hann leyfði Snorra Björnssyni að fylgjast með tímabilinu sínu og afraksturinn má finna í þáttarröð á Youtube. Fyrsti þátturinn er nú kominn í loftið og Björgvin Karl auglýsti hann á Instagram síðu sinni. „Góðvinur minn Snorri Björnsson hefur fylgst nánast með hverri hreyfingu hjá mér á þessu tímabili til að setja saman heimildarmyndina um ferð mína á heimsleikana 2022,“ skrifaði Björgvin Karl. „Fyrsti þátturinn var að detta inn á Youtube. Kíkið á hann. Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá,“ skrifaði Björgvin. Í þessum fyrsta þætti er fylgst sérstaklega með Björgvini í undanúrslitamótinu í Amsterdam þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin gerði það með því að ná öðru sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af leið Björgvins Karls Guðmundssonar á heimsleikana í ár. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-v9kwArFbZo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
Þessi fjögur hafa öll verið á verðlaunapallinum undanfarin áratug en nú er það bara Björgvin Karl sem er með í ár. Auðvitað eru upprennandi íslenskar stjörnur með í ár eins og þær Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þuríður náði níunda sætinu 2019 og varð þrettánda í fyrra. Sólveig er að keppa í fyrsta sinn í einstaklingskeppninni á leikunum en var tvisvar með í liðakeppninni. Það búast fáir við því að þær Þuríður Erla og Sólveig, þó mjög góðar séu, keppi um verðlaunasæti á heimsleikunum en þar er aftur á móti stefnan að vanda hjá BKG. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Anníe, Katrín Tanja og Sara hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár en hinn stöðugi og stórbrotni Björgvin Karl hefur meira verið í því að láta bara verkin tala. Björgvin ætlar aftur á móti að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast meira með sér á þessum heimsleikum því hann leyfði Snorra Björnssyni að fylgjast með tímabilinu sínu og afraksturinn má finna í þáttarröð á Youtube. Fyrsti þátturinn er nú kominn í loftið og Björgvin Karl auglýsti hann á Instagram síðu sinni. „Góðvinur minn Snorri Björnsson hefur fylgst nánast með hverri hreyfingu hjá mér á þessu tímabili til að setja saman heimildarmyndina um ferð mína á heimsleikana 2022,“ skrifaði Björgvin Karl. „Fyrsti þátturinn var að detta inn á Youtube. Kíkið á hann. Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá,“ skrifaði Björgvin. Í þessum fyrsta þætti er fylgst sérstaklega með Björgvini í undanúrslitamótinu í Amsterdam þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin gerði það með því að ná öðru sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af leið Björgvins Karls Guðmundssonar á heimsleikana í ár. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-v9kwArFbZo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira