Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. júlí 2022 23:41 Óttast er að Evrópa muni ekki eiga nóg gas fyrir veturinn þrátt fyrir samdrátt. EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. Þessi nýja tilkynning Gazprom kemur í kjölfar mikils ótta vegna lítils gas flæðis víða um Evrópu en árlegu viðhaldi á Nord Stream leiðslunni lauk 21. júlí síðastliðinn. Leiðslunni var lokað á meðan viðhaldinu stóð og töldu sumir tvísýnt að hún yrði opnuð aftur. Skortur á gasi olli því að Uniper, stærsti innflutningsaðili Þýskalands á gasi frá Rússlandi var á barmi gjaldþrots. Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að standa í gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til þess að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. CNN greinir frá því að bandarísk yfirvöld óttist að Evrópa muni upplifa mikinn skort á gasi í vetur. Erfitt sé fyrir álfuna að fylla á gasbyrgðir þegar flæði um leiðsluna sé eins lítið og raun ber vitni. Möguleiki sé á því að afleiðingar gasleysis í Evrópu muni skila sér til Bandaríkjanna með hækkuðu gas- og rafmagnsverði. Orkusérfræðingur Hvíta hússins Amos Hochstein hafi verið sendur til Evrópu til þess að skipuleggja megi næstu skref í orkusamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu vegna málsins. Rætt verði á næstu dögum hvort aukin kjarnorkuframleiðsla sé vænleg til þess að vega á móti gasleysinu sem minna flæði um Nord Stream leiðsluna veldur. Ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas til þess að duga álfunni í vetur þrátt fyrir stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samdrátt á gasneyslu í Evrópu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Þessi nýja tilkynning Gazprom kemur í kjölfar mikils ótta vegna lítils gas flæðis víða um Evrópu en árlegu viðhaldi á Nord Stream leiðslunni lauk 21. júlí síðastliðinn. Leiðslunni var lokað á meðan viðhaldinu stóð og töldu sumir tvísýnt að hún yrði opnuð aftur. Skortur á gasi olli því að Uniper, stærsti innflutningsaðili Þýskalands á gasi frá Rússlandi var á barmi gjaldþrots. Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að standa í gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til þess að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. CNN greinir frá því að bandarísk yfirvöld óttist að Evrópa muni upplifa mikinn skort á gasi í vetur. Erfitt sé fyrir álfuna að fylla á gasbyrgðir þegar flæði um leiðsluna sé eins lítið og raun ber vitni. Möguleiki sé á því að afleiðingar gasleysis í Evrópu muni skila sér til Bandaríkjanna með hækkuðu gas- og rafmagnsverði. Orkusérfræðingur Hvíta hússins Amos Hochstein hafi verið sendur til Evrópu til þess að skipuleggja megi næstu skref í orkusamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu vegna málsins. Rætt verði á næstu dögum hvort aukin kjarnorkuframleiðsla sé vænleg til þess að vega á móti gasleysinu sem minna flæði um Nord Stream leiðsluna veldur. Ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas til þess að duga álfunni í vetur þrátt fyrir stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samdrátt á gasneyslu í Evrópu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira