Í erfiðleikum með að greiða upp strandveiðibát vegna ósanngjarns kerfis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 07:01 Einar segir son sinn hafa keypt bátinn í góðri trú um að hann fengi að veiða vel inn í ágúst. Kvótinn kláraðist hins vegar þann 21. júlí. vísir/vilhelm/skjáskot Smábátasjómaður á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið ógna byggðum á Norðaustur- og Austurlandi. Sonur hans keypti bát fyrir tímabilið í sumar en gat lítið sem ekkert veitt og á nú í miklum erfiðleikum með að greiða hann upp. Strandveiðikerfinu má skipta upp í fjögur svæði, sem kallast A, B, C og D-svæði. Frá árinu 2016 hafa öll svæðin veitt úr sama kvótapotti, sem var rúm ellefu þúsund tonn í ár. Strandveiðisvæði landsins eru fjögur.vísir/sara rut En svæðin koma ekki öll jafn vel út úr þessu. Á Raufarhöfn býr smábátasjómaðurinn Einar Sigurðsson sem segir farir sínar ekki sléttar eftir strandveiðitímabilið í ár. „Við komum mjög illa út úr því. Einn heildarpottur yfir landið... það er ekki að virka. Það er bara þannig. Fiskgengdin er mjög misjöfn á milli svæðanna þannig ef við erum allir að veiða úr sameiginlegum potti. Það gengur ekki upp,“ segir Einar. Stórfiskurinn gengur nefnilega ekki á Austurlandið fyrr en seint á sumrin. „Hann kemur svona um 20. júlí eitthvað svoleiðis. Þá erum við að fara að fá svona sæmilega veiði, velunnindi og góðan fisk. Verðmikinn fisk,“ segir Einar. Kvótinn kláraðist hins vegar 21. júlí í ár og því fá veiðimenn á svæði C lítið sem ekkert af verðmætum fisk. Klippa: Sonurinn keypti strandveiðibát en fékk lítið sem ekkert að veiða Sonur Einars ákvað að feta í fótspor föður síns á þessu ári og kaupa sér bát fyrir strandveiðitímabilið. „Við töldum nú og mátum það svo að þetta myndi nú kannski ekki vera eins slæmt eins og undanfarið. Það er alltaf hamrað á því að við fáum 48 daga í veiðar á ári. Það er búið að lofa því í sex ár en það hefur ekki enn þá orðið að veruleika,“ segir Einar. Sonur hans hafi keypt bátinn í góðri trú um að hann gæti veitt vel inn í ágústmánuð. Vestfirðir með yfir 60 prósent kvótans Þegar hlutföll veiðinnar eru skoðuð milli svæða eftir tímabilið má sjá að A-svæði veiddi 58 prósent af kvótanum, B-svæði 18 prósent og C og D svæði aðeins 12 prósent. Aflinn skiptist mjög misjafnlega á milli svæða, enda gengur stór þorskur fyrst inn að landinu vestanverðu.vísir/sara rut Því græddi sonur Einars lítið sem ekkert á veiðunum í ár og situr eftir skuldugur með nýjan bát. „Ef að ég hefði hvatt hann til að róa ekki héðan að heima heldur fyrir vestan... þá væri staðan allt, allt önnur,“ segir Einar. Hann mun þó reyna að halda bátnum og vonar að breyting sem matvælaráðherra hefur boðað á kerfinu, með svæðaskiptum kvóta leysi málið. „Já, það verða allavega verða meiri líkur á að hann geti verið heima. Og þurfi ekki að vera einhvers staðar í útlegð,“ segir Einar. Margir smábátasjómenn á C-svæði ræði reglulega þann möguleika að flytja vestur þar sem veiðin er betri snemma á tímabilinu. Það sé skelfileg þróun fyrir byggðarlög á Norðaustur- og Austurlandi þar sem veiðin verður ekki góð fyrr en í lok tímabilsins og stríði beinlínis gegn markmiðum strandveiða á Íslandi um að styrkja byggðarlög. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að meiri kvóti yrði ekki gefinn út til strandveiða í sumar til að lyfta undir með strandveiðimönnum á C-svæðinu. Hún skilji þó ósætti meðal þeirra vel, kerfið sé gallað eins og það er í dag og því hyggst hún leggja fyrrnefnt frumvarp um svæðaskiptar aflaheimildir fram á næsta þingi. „Mér finnst skipta mjög miklu máli að hlusta eftir því sem strandveiðimenn hafa fram að færa,“ segir Svandís. „En mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur.“ Sjávarútvegur Norðurþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. 26. júlí 2022 14:00 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Strandveiðikerfinu má skipta upp í fjögur svæði, sem kallast A, B, C og D-svæði. Frá árinu 2016 hafa öll svæðin veitt úr sama kvótapotti, sem var rúm ellefu þúsund tonn í ár. Strandveiðisvæði landsins eru fjögur.vísir/sara rut En svæðin koma ekki öll jafn vel út úr þessu. Á Raufarhöfn býr smábátasjómaðurinn Einar Sigurðsson sem segir farir sínar ekki sléttar eftir strandveiðitímabilið í ár. „Við komum mjög illa út úr því. Einn heildarpottur yfir landið... það er ekki að virka. Það er bara þannig. Fiskgengdin er mjög misjöfn á milli svæðanna þannig ef við erum allir að veiða úr sameiginlegum potti. Það gengur ekki upp,“ segir Einar. Stórfiskurinn gengur nefnilega ekki á Austurlandið fyrr en seint á sumrin. „Hann kemur svona um 20. júlí eitthvað svoleiðis. Þá erum við að fara að fá svona sæmilega veiði, velunnindi og góðan fisk. Verðmikinn fisk,“ segir Einar. Kvótinn kláraðist hins vegar 21. júlí í ár og því fá veiðimenn á svæði C lítið sem ekkert af verðmætum fisk. Klippa: Sonurinn keypti strandveiðibát en fékk lítið sem ekkert að veiða Sonur Einars ákvað að feta í fótspor föður síns á þessu ári og kaupa sér bát fyrir strandveiðitímabilið. „Við töldum nú og mátum það svo að þetta myndi nú kannski ekki vera eins slæmt eins og undanfarið. Það er alltaf hamrað á því að við fáum 48 daga í veiðar á ári. Það er búið að lofa því í sex ár en það hefur ekki enn þá orðið að veruleika,“ segir Einar. Sonur hans hafi keypt bátinn í góðri trú um að hann gæti veitt vel inn í ágústmánuð. Vestfirðir með yfir 60 prósent kvótans Þegar hlutföll veiðinnar eru skoðuð milli svæða eftir tímabilið má sjá að A-svæði veiddi 58 prósent af kvótanum, B-svæði 18 prósent og C og D svæði aðeins 12 prósent. Aflinn skiptist mjög misjafnlega á milli svæða, enda gengur stór þorskur fyrst inn að landinu vestanverðu.vísir/sara rut Því græddi sonur Einars lítið sem ekkert á veiðunum í ár og situr eftir skuldugur með nýjan bát. „Ef að ég hefði hvatt hann til að róa ekki héðan að heima heldur fyrir vestan... þá væri staðan allt, allt önnur,“ segir Einar. Hann mun þó reyna að halda bátnum og vonar að breyting sem matvælaráðherra hefur boðað á kerfinu, með svæðaskiptum kvóta leysi málið. „Já, það verða allavega verða meiri líkur á að hann geti verið heima. Og þurfi ekki að vera einhvers staðar í útlegð,“ segir Einar. Margir smábátasjómenn á C-svæði ræði reglulega þann möguleika að flytja vestur þar sem veiðin er betri snemma á tímabilinu. Það sé skelfileg þróun fyrir byggðarlög á Norðaustur- og Austurlandi þar sem veiðin verður ekki góð fyrr en í lok tímabilsins og stríði beinlínis gegn markmiðum strandveiða á Íslandi um að styrkja byggðarlög. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að meiri kvóti yrði ekki gefinn út til strandveiða í sumar til að lyfta undir með strandveiðimönnum á C-svæðinu. Hún skilji þó ósætti meðal þeirra vel, kerfið sé gallað eins og það er í dag og því hyggst hún leggja fyrrnefnt frumvarp um svæðaskiptar aflaheimildir fram á næsta þingi. „Mér finnst skipta mjög miklu máli að hlusta eftir því sem strandveiðimenn hafa fram að færa,“ segir Svandís. „En mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur.“
Sjávarútvegur Norðurþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Tengdar fréttir Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. 26. júlí 2022 14:00 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Sjá meira
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01
Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. 26. júlí 2022 14:00
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48