Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júlí 2022 12:01 Svandís segist skilja strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi vel og það sé hennar ætlun að útrýma ójöfnuði í strandveiðikerfinu með frumvarpi á næsta þingi. vísir/vilhelm Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. Strandveiðitímabilinu lauk síðasta fimmtudag þegar allur þorskkvóti tímabilsins kláraðist. Samtals voru ríflega ellefu þúsund tonn af þorski veidd á tímabilinu. „Þetta er mesta magn frá upphafi sem fer í strandveiðar og mesta virði sem fæst fyrir aflann í strandveiðum frá upphafi. Þannig að það er jákvætt en við sitjum eftir sem áður uppi með það að tímabilið er stutt og mætti svo sannarlega vera lengra en það er lengri tíma mál að koma því í kring,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ósáttir strandveiðimenn Strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi eru gríðarlega ósáttir en stærsti þorskurinn gengur fyrst á Vesturlandið og er fyrst nú að færast yfir á Austurland. Þeir verða því af verðmætasta fiskinum. „Þegar hann er orðinn stór og öflugur þá er einfaldlega tíminn búinn fyrir norðan og austan. Þetta þarf að endurskoða og ég hef boðað það að ég muni koma með frumvarp þess efnis fyrir þingið að taka upp svæðaskiptinguna aftur með það að markmiði að auka jöfnuð milli landsvæða,“ segir Svandís. Hún greindi fyrr í mánuðinum frá þessum áformum sínum en með frumvarpinu yrði lagt til að hverfa aftur til fyrra kerfis um svæðisskiptan kvóta, svo allir strandveiðimenn landsins veiði ekki úr sama potti eins og nú og strandveiðimenn á Austurlandi verði af besta fiskinum. Í frumvarpinu hyggst hún skipta kvótanum niður eftir fjölda báta á hverju svæði fyrir sig. Strandveiðimenn á Austurlandi hafa kallað eftir því að ráðherrann bregðist við ástandinu í sumar og auki við kvótann strax. „Það eru ekki mörg spil sem ég hef á hendi en mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur. Það að grípa til ráðstafana núna á næstu vikum og mánuðum er ekki eitthvað sem er á borðinu,“ segir Svandís. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Strandveiðitímabilinu lauk síðasta fimmtudag þegar allur þorskkvóti tímabilsins kláraðist. Samtals voru ríflega ellefu þúsund tonn af þorski veidd á tímabilinu. „Þetta er mesta magn frá upphafi sem fer í strandveiðar og mesta virði sem fæst fyrir aflann í strandveiðum frá upphafi. Þannig að það er jákvætt en við sitjum eftir sem áður uppi með það að tímabilið er stutt og mætti svo sannarlega vera lengra en það er lengri tíma mál að koma því í kring,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Ósáttir strandveiðimenn Strandveiðimenn á Norður- og Austurlandi eru gríðarlega ósáttir en stærsti þorskurinn gengur fyrst á Vesturlandið og er fyrst nú að færast yfir á Austurland. Þeir verða því af verðmætasta fiskinum. „Þegar hann er orðinn stór og öflugur þá er einfaldlega tíminn búinn fyrir norðan og austan. Þetta þarf að endurskoða og ég hef boðað það að ég muni koma með frumvarp þess efnis fyrir þingið að taka upp svæðaskiptinguna aftur með það að markmiði að auka jöfnuð milli landsvæða,“ segir Svandís. Hún greindi fyrr í mánuðinum frá þessum áformum sínum en með frumvarpinu yrði lagt til að hverfa aftur til fyrra kerfis um svæðisskiptan kvóta, svo allir strandveiðimenn landsins veiði ekki úr sama potti eins og nú og strandveiðimenn á Austurlandi verði af besta fiskinum. Í frumvarpinu hyggst hún skipta kvótanum niður eftir fjölda báta á hverju svæði fyrir sig. Strandveiðimenn á Austurlandi hafa kallað eftir því að ráðherrann bregðist við ástandinu í sumar og auki við kvótann strax. „Það eru ekki mörg spil sem ég hef á hendi en mér finnst það skipta mjög miklu máli að þessir aðilar viti hvert minn hugur stefnir og að mitt markmið er að jafna þessa aðstöðu eins og nokkurs er kostur. Það að grípa til ráðstafana núna á næstu vikum og mánuðum er ekki eitthvað sem er á borðinu,“ segir Svandís.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira