Fabregas á leið í ítölsku B-deildina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2022 09:00 Cesc Fabregas er á leið í ítölsku B-deildina. Jonathan Moscrop/Getty Images Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Chelsea, Barcelona og spænska landsliðsins, er á leið til ítalska B-deildarliðsins Como 1907. Þessi 35 ára leikmaður hefur undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, en hefur aðeins leikið 56 deildarleiki á þeim tíma. Hann er nú á leið í ítölsku B-deildina ef marka má félagsskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano. Como hafnaði í 13. sæti ítölsku B-deildarinnar á seinasta tímabili. Como have reached full verbal agreement with Cesc Fabregas. Italian second division side are now set to complete the deal on two year contract. 🇪🇸🤝 #transfers Fabregas, expected to fly to Italy in August in order to undergo medical tests and sign until June 2024. pic.twitter.com/mSkrwSOco8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2022 Fabregas fór í gegnum unglingastarf Barcelona og Arsenal. Hann varð yngsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann kom við sögu í leik liðsins gegn Rotherham í deildarbikarnum, þá aðeins 16 ára og 177 daga gamall. Hann varð einnig yngsti markaskorari Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði í 5-1 sigri gegn Wolves, einnig í deildarbikarnum. Alls lék Fabregas 212 deildarleiki fyrir Arsenal áður en hann færði sig til Barcelona. Þar lék hann í þrjú ár, en færði sig svo til Chelsea þar sem hann var frá 2014 til 2019. Þá á hann einnig að baki 110 leiki fyrir spænska landsliðið á tíu ára tímabili. Fabregas hefur einnig unnið nánast alla þá titla sem hægt er að vinna í evrópsku fótbolta. Hann varð enskur meistari í tvígang, spænskur meistari einu sinni. Þá vann hann FA-bikarinn tvisvar, enska deildarbikarinn einu sinni, spænska bikarinn Copa del Rey einu sinni og spænska ofurbikarinn tvisvar. Með Chelsea vann hann einnig Evrópudeildina og með spænska landsliðinu varð hann bæði heimsmeistari árið 2010 og Evrópumeistari árin 2008 og 2012. Ítalski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þessi 35 ára leikmaður hefur undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, en hefur aðeins leikið 56 deildarleiki á þeim tíma. Hann er nú á leið í ítölsku B-deildina ef marka má félagsskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano. Como hafnaði í 13. sæti ítölsku B-deildarinnar á seinasta tímabili. Como have reached full verbal agreement with Cesc Fabregas. Italian second division side are now set to complete the deal on two year contract. 🇪🇸🤝 #transfers Fabregas, expected to fly to Italy in August in order to undergo medical tests and sign until June 2024. pic.twitter.com/mSkrwSOco8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2022 Fabregas fór í gegnum unglingastarf Barcelona og Arsenal. Hann varð yngsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann kom við sögu í leik liðsins gegn Rotherham í deildarbikarnum, þá aðeins 16 ára og 177 daga gamall. Hann varð einnig yngsti markaskorari Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði í 5-1 sigri gegn Wolves, einnig í deildarbikarnum. Alls lék Fabregas 212 deildarleiki fyrir Arsenal áður en hann færði sig til Barcelona. Þar lék hann í þrjú ár, en færði sig svo til Chelsea þar sem hann var frá 2014 til 2019. Þá á hann einnig að baki 110 leiki fyrir spænska landsliðið á tíu ára tímabili. Fabregas hefur einnig unnið nánast alla þá titla sem hægt er að vinna í evrópsku fótbolta. Hann varð enskur meistari í tvígang, spænskur meistari einu sinni. Þá vann hann FA-bikarinn tvisvar, enska deildarbikarinn einu sinni, spænska bikarinn Copa del Rey einu sinni og spænska ofurbikarinn tvisvar. Með Chelsea vann hann einnig Evrópudeildina og með spænska landsliðinu varð hann bæði heimsmeistari árið 2010 og Evrópumeistari árin 2008 og 2012.
Ítalski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira