„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 21:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. Verðbólgan mældist 9,9 prósentustig í júlímánuði og hefur ekki verið hærri í þrettán ár en viðbúið er að hún fari yfir tíu prósentustig í ágúst. Heimili landsins hafa komið illa út en húsnæðisverð hefur hækkað talsvert hraðar en laun samhliða vaxtarhækkunum Seðlabankans. Greiðslubyrði hefur sömuleiðis aukist en sé miðað við fjögurra manna fjölskyldu hefur hún aukist um rúmlega áttatíu þúsund krónur, samkvæmt könnun ASÍ í júní. Þar af séu aðeins tuttugu þúsund vegna verðbólgunnar en rest vegna húsnæðis. „Þetta gengur ekki upp. Þetta er það sem á eftir að valda heimilunum mestum skaða, það eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gegn verðbólgunni, og ég skil ekki hvernig hægt er að réttlæta það,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. „Það gengur ekki að hækka álögur á heimilin um tugi þúsunda á mánuði þegar verðbólgan er nóg fyrir heimilin til þess að eiga við,“ segir hún enn fremur og bætir við að líkja megi það við að höggva handleggin af við öxl vegna puttabrots. Í stað þess að hækka vexti væri hægt að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og frysta verðtryggingu á lánum og leigu tímabundið að mati Ásthildar. Þá eigi heimili landsins ekki að gjalda fyrir vandræði á fasteignamarkaði. „Það er náttúrulega fyrst og fremst að það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau,“ segir hún. „Því miður virðist ríkisstjórnin ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna, hún virðist ekki skilja að það er ekki til peningur fyrir þessum hækkunum.“ Ljóst sé að staðan eigi aðeins eftir að versna með tilheyrandi afleiðingum. „Og af því að það er nú það eina sem þessi ríkisstjórn virðist skilja, þá mun það hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þjóðfélagið, fyrir utan örvæntinguna og skelfinguna sem þessi heimili eru þá að fara að ganga í gegnum,“ segir Ásthildur. Það er þá bara tímaspursmál, eða hvað? „Ég vil ekki vera með svartsýnis spár hérna en ég get ekki séð hvernig þetta endar öðruvísi ef svo heldur áfram sem horfir,“ segir hún. Verðlag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósentustig í júlímánuði og hefur ekki verið hærri í þrettán ár en viðbúið er að hún fari yfir tíu prósentustig í ágúst. Heimili landsins hafa komið illa út en húsnæðisverð hefur hækkað talsvert hraðar en laun samhliða vaxtarhækkunum Seðlabankans. Greiðslubyrði hefur sömuleiðis aukist en sé miðað við fjögurra manna fjölskyldu hefur hún aukist um rúmlega áttatíu þúsund krónur, samkvæmt könnun ASÍ í júní. Þar af séu aðeins tuttugu þúsund vegna verðbólgunnar en rest vegna húsnæðis. „Þetta gengur ekki upp. Þetta er það sem á eftir að valda heimilunum mestum skaða, það eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gegn verðbólgunni, og ég skil ekki hvernig hægt er að réttlæta það,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. „Það gengur ekki að hækka álögur á heimilin um tugi þúsunda á mánuði þegar verðbólgan er nóg fyrir heimilin til þess að eiga við,“ segir hún enn fremur og bætir við að líkja megi það við að höggva handleggin af við öxl vegna puttabrots. Í stað þess að hækka vexti væri hægt að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og frysta verðtryggingu á lánum og leigu tímabundið að mati Ásthildar. Þá eigi heimili landsins ekki að gjalda fyrir vandræði á fasteignamarkaði. „Það er náttúrulega fyrst og fremst að það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau,“ segir hún. „Því miður virðist ríkisstjórnin ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna, hún virðist ekki skilja að það er ekki til peningur fyrir þessum hækkunum.“ Ljóst sé að staðan eigi aðeins eftir að versna með tilheyrandi afleiðingum. „Og af því að það er nú það eina sem þessi ríkisstjórn virðist skilja, þá mun það hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þjóðfélagið, fyrir utan örvæntinguna og skelfinguna sem þessi heimili eru þá að fara að ganga í gegnum,“ segir Ásthildur. Það er þá bara tímaspursmál, eða hvað? „Ég vil ekki vera með svartsýnis spár hérna en ég get ekki séð hvernig þetta endar öðruvísi ef svo heldur áfram sem horfir,“ segir hún.
Verðlag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10
Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39