Minnst einn látinn í röð skotárása í Kanada Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2022 15:21 Lögreglumaður stendur nærri lögreglubifreið á vettvangi skotárásar í Langley í dag. Ap/The Canadian Press/Darryl Dyck Skotið var á nokkurn fjölda einstaklinga í röð skotárása í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu í morgun að sögn kanadísku lögreglunnar. Minnst einn lést í árásunum og hefur karlmaður verið handtekinn grunaður um aðild að þeim. Langley er staðsett rétt utan við Vancouver, um 40 kílómetra suðaustur af borginni. Um klukkan 6:15 að staðartíma var íbúum á svæðinu tilkynnt að skotárásir hafi átt sér stað á nokkrum stöðum í miðborg Langley og á einum stað í hinu nærliggjandi sveitarfélagi Langley Township. Lögreglan staðfestir við kanadíska ríkisútvarpið CBC að einn hafi verið handtekinn rétt fyrir klukkan 7, eða um 14 að íslenskum tíma. Áfram sé unnið að því að kanna hvort hinn grunaði hafi verið einn að verki. Ekki hefur verið greint frá fjölda fórnarlamba en haft er eftir fulltrúa lögreglunnar að fólkið sé heimilislaust. Ekki er talið að skotmörkin hafi verið valin af handahófi. Í tilkynningu var hinum grunaða lýst sem hvítum karlmanni með dökkt hár sem hafi sést á hvítri bifreið. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi, af því er fram kemur í frétt CBC. B.C. has issued an emergency notification for multiple shootings downtown Langley involving transient victims pic.twitter.com/6Kg9mIMtOB— Andrea Woo | (@AndreaWoo) July 25, 2022 Átti sér stað á minnst þremur stöðum Lögreglan hefur afmarkað nokkra vettvanga í borginni með nokkra kílómetra millibili. Einn við Willowbrook-verslunarmiðstöðina, annan við Cascades-spilavítið nærri Fraser-hraðbrautinni og þann þriðja í nálægð við flóamarkað og strætóstopp við Logan-breiðstræti og Glover-veg. Sjá má för eftir minnst níu byssukúlur utan á svartri lögreglubifreið sem finna má við áðurnefnda verslunarmiðstöð, að sögn fréttastofu CBC. This is Cascades casino parking lot one of multiple shooting scenes in Langley. Police tell me those aren t bodies under there but the scene remains blocked off as police investigate. There are several victims throughout the city. @GlobalBC pic.twitter.com/tHTz7vB2fN— Christa Dao (@ChristaDao) July 25, 2022 Rétt eftir klukkan 7:20 að staðartíma, skömmu eftir að hinn grunaði var handtekinn, sendi lögreglan út aðra tilkynningu þar sem aftur var biðlað til almennings að halda sig frá miðborginni á meðan kannað væri hvort fleiri skotmenn hafi átt þátt í árásunum. Lögreglan hefur lokað vegarkafla sem liggur í gegnum miðborgina og hvatt fólk til að forðast fleiri nálæga staði. Eyewitness attests to policing arresting a suspect close to 200th Street outside Willowbrook mall during unfolding shooting incident in downtown #Langley. pic.twitter.com/AH6V7lDt3m— Sarah Grochowski (@SarahGrochowski) July 25, 2022 Ein skotárásin átti sér stað við Willowbrook verslunarmiðstöðina.Willowbrook Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Um klukkan 6:15 að staðartíma var íbúum á svæðinu tilkynnt að skotárásir hafi átt sér stað á nokkrum stöðum í miðborg Langley og á einum stað í hinu nærliggjandi sveitarfélagi Langley Township. Lögreglan staðfestir við kanadíska ríkisútvarpið CBC að einn hafi verið handtekinn rétt fyrir klukkan 7, eða um 14 að íslenskum tíma. Áfram sé unnið að því að kanna hvort hinn grunaði hafi verið einn að verki. Ekki hefur verið greint frá fjölda fórnarlamba en haft er eftir fulltrúa lögreglunnar að fólkið sé heimilislaust. Ekki er talið að skotmörkin hafi verið valin af handahófi. Í tilkynningu var hinum grunaða lýst sem hvítum karlmanni með dökkt hár sem hafi sést á hvítri bifreið. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi, af því er fram kemur í frétt CBC. B.C. has issued an emergency notification for multiple shootings downtown Langley involving transient victims pic.twitter.com/6Kg9mIMtOB— Andrea Woo | (@AndreaWoo) July 25, 2022 Átti sér stað á minnst þremur stöðum Lögreglan hefur afmarkað nokkra vettvanga í borginni með nokkra kílómetra millibili. Einn við Willowbrook-verslunarmiðstöðina, annan við Cascades-spilavítið nærri Fraser-hraðbrautinni og þann þriðja í nálægð við flóamarkað og strætóstopp við Logan-breiðstræti og Glover-veg. Sjá má för eftir minnst níu byssukúlur utan á svartri lögreglubifreið sem finna má við áðurnefnda verslunarmiðstöð, að sögn fréttastofu CBC. This is Cascades casino parking lot one of multiple shooting scenes in Langley. Police tell me those aren t bodies under there but the scene remains blocked off as police investigate. There are several victims throughout the city. @GlobalBC pic.twitter.com/tHTz7vB2fN— Christa Dao (@ChristaDao) July 25, 2022 Rétt eftir klukkan 7:20 að staðartíma, skömmu eftir að hinn grunaði var handtekinn, sendi lögreglan út aðra tilkynningu þar sem aftur var biðlað til almennings að halda sig frá miðborginni á meðan kannað væri hvort fleiri skotmenn hafi átt þátt í árásunum. Lögreglan hefur lokað vegarkafla sem liggur í gegnum miðborgina og hvatt fólk til að forðast fleiri nálæga staði. Eyewitness attests to policing arresting a suspect close to 200th Street outside Willowbrook mall during unfolding shooting incident in downtown #Langley. pic.twitter.com/AH6V7lDt3m— Sarah Grochowski (@SarahGrochowski) July 25, 2022 Ein skotárásin átti sér stað við Willowbrook verslunarmiðstöðina.Willowbrook Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira