Úkraínski herinn sækir fram í hernumdu héraði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júlí 2022 12:20 Úkraínski herinn og skriðdregar í framlínunni í Suður-Úkraínu. Getty Úkraínuforseti segir hersveitum sínum hafa orðið ágengt í Kherson héraði „skref fyrir skref“. Héraðið féll í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins en staðsetning héraðsins í suðri er hernaðarlega mikilvæg. Í gær greindi varnarmálaráðuneyti Rússa frá hörðum átökum nærri Kherson. Vegna aukins sóknarþunga Úkraínumanna eru birgðaflutningar Rússa vestanmegin árinnar í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu. Fyrr í þessum mánuði hafði Iryna Veretchuk, staðgengill forsætisráðherra, hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa borgina sem fyrst til að komast hjá því að verða innlokaðir á meðan gagnsókn Úkraínu ætti sér stað. „Þetta er nauðsynlegt svo Úkraínuher ógni ekki óbreyttum borgurum á svæðinu,“ sagði Iryna í samtali við úkraínska ríkisútvarpið. Einblína á brýr Hersveitir Kænugarðs hafa beint hernaðarmætti sínum í auknum mæli að lykilbrúm á svæðinu til að koma höggi á birgðaflutningar Rússa. Á laugardag beittu Úkraínumenn stórskotaliðshernaði á Daryivskyi brúnna sem liggur yfir Danparfljót. „Hver brú er veikur punktur og hersveitir okkar eru að eyðileggja kerfi óvinarins,“ skrifar Serhiy Khlan, ráðgjafi héraðsstjóra Kherson á Facebook. „Við höfum enn ekki frelsað Kherson, en höfum stigið stór skref í átt að því markmiði.“ Varnamálaráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta lýsti því jafnframt yfir að um þúsund rússneskir hermenn hafi verið króaðir af í héraðinu. Í frétt BBC er tekið fram að þessi frásögn hafi ekki fengist staðfest. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Héraðið féll í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins en staðsetning héraðsins í suðri er hernaðarlega mikilvæg. Í gær greindi varnarmálaráðuneyti Rússa frá hörðum átökum nærri Kherson. Vegna aukins sóknarþunga Úkraínumanna eru birgðaflutningar Rússa vestanmegin árinnar í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu. Fyrr í þessum mánuði hafði Iryna Veretchuk, staðgengill forsætisráðherra, hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa borgina sem fyrst til að komast hjá því að verða innlokaðir á meðan gagnsókn Úkraínu ætti sér stað. „Þetta er nauðsynlegt svo Úkraínuher ógni ekki óbreyttum borgurum á svæðinu,“ sagði Iryna í samtali við úkraínska ríkisútvarpið. Einblína á brýr Hersveitir Kænugarðs hafa beint hernaðarmætti sínum í auknum mæli að lykilbrúm á svæðinu til að koma höggi á birgðaflutningar Rússa. Á laugardag beittu Úkraínumenn stórskotaliðshernaði á Daryivskyi brúnna sem liggur yfir Danparfljót. „Hver brú er veikur punktur og hersveitir okkar eru að eyðileggja kerfi óvinarins,“ skrifar Serhiy Khlan, ráðgjafi héraðsstjóra Kherson á Facebook. „Við höfum enn ekki frelsað Kherson, en höfum stigið stór skref í átt að því markmiði.“ Varnamálaráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta lýsti því jafnframt yfir að um þúsund rússneskir hermenn hafi verið króaðir af í héraðinu. Í frétt BBC er tekið fram að þessi frásögn hafi ekki fengist staðfest.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson. 23. júlí 2022 09:32
Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45
Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42