Dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. júlí 2022 14:31 Sean Gladwell/GettyImages Tæpur tugur rússneskra milljarðamæringa hefur látist við grunsamlegar aðstæður frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Í sumum tilfellum hefur öll fjölskylda milljarðamæringanna verið myrt. Sex þessara dauðsfalla virðast vera sjálfsvíg, í þremur tilfellanna virðist sem maðurinn hafi einnig myrt fjölskyldu sína. Tveir létust í bílslysi og einn virðist hafa tekið inn eitur fyrir slysni. Sjö þessar karla tengdust rússneska orkuiðnaðinum, fjórir þeirra voru stjórnendur í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom og tveir voru stjórnendur stærsta samfélagsmiðils Rússlands. Níu sjálfsvíg og nokkur morð? Sá fyrsti fannst látinn nokkrum dögum fyrir innrásina í Úkraínu. Leonid Shulman fannst látinn inni á baðherbergi í Sankti Pétursborg og þar var kveðjubréf þar sem hann sagðist ekki þola lengur verkina sem hann þjáðist af í fótunum. Ættingjar hans rengja bréfið og sjálfsvígið. Alexander Tyulyakov fannst hengdur í Sankti Pétursborg í lok febrúar. Rússneskir fjölmiðlar sögðu lík Alexanders Tyulyakovs hafa borið merki um misþyrmingar. Mikhail Watford fannst hengdur í bílskúrnum sínum í Surrey í Englandi í lok febrúar. Hann hafði auðgast á olíu og gasi. Vasily Melnikov myrti eiginkonu sína og tvö börn, 10 og 4ra ára í lok mars, áður en hann tók eigið líf. Hann var stjórnandi lyfjafyrirtækis sem hafði tapað miklum fjármunum eftir að Vesturlönd hertu refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Nágrannar hans hafa miklar efasemdir um hvað hafi í raun gerst. Þann 19. apríl myrtu tveir rússneskir milljarðamæringar fjölskyldur sínar og tóku síðan eigin líf. Vladislav Avayev framkvæmdi ódæðið í Moskvu og Sergei Protosenya gerði það í Lloret de Mar á Spáni. Báðir höfðu auðgast í gegnum orkugeirann í Rússlandi. Aðstandendur þeirra efast um að mennirnir hafi fyrirfarið sér, hvað þá myrt eiginkonur og börn. Sá sjöundi í röðinni týndi lífi í Moskvu þann 8. maí. Alexander Subbotin var forstjóri Lukoil, stærsta olíufyrirtækis Rússlands. Hann þjáðist, að sögn, af timburmönnum. Til að ráða bót á því tók hann inn froskaeitur sem varð honum að aldurtila. Tveir þeir síðustu í þessari röð dularfullra dauðsfalla létust svo báðir þann 6. júní. Báðir voru stjórnendur samfélagsmiðilsins VK, sem er svar Rússa við Facebook. Þeir létust í bílslysi þegar jeppi sem þeir ferðuðust í ók út í á og sökk. Er maðkur í mysunni? Dauði svo margra milljarðamæringa hefur vakið upp spurningar um hvort mönnunum hafi verið komið fyrir kattarnef, en þess má geta að árið 2017 gaf USA Today út skýrslu þar sem fram kom að 38 rússneskir milljarðamæringar hefðu látist eða horfið á 3ja ára tímabili. Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur fjallað um spillingu í Rússlandi í bókum sínum, segir í samtali við Newsweek að fólk eigi að gera ráð fyrir því versta þegar fréttir berast af dularfullum dauðdaga rússneskra auðmanna. Meiri líkur en minni séu á því að rússnesk stjórnvöld hafi látið myrða viðkomandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Sex þessara dauðsfalla virðast vera sjálfsvíg, í þremur tilfellanna virðist sem maðurinn hafi einnig myrt fjölskyldu sína. Tveir létust í bílslysi og einn virðist hafa tekið inn eitur fyrir slysni. Sjö þessar karla tengdust rússneska orkuiðnaðinum, fjórir þeirra voru stjórnendur í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom og tveir voru stjórnendur stærsta samfélagsmiðils Rússlands. Níu sjálfsvíg og nokkur morð? Sá fyrsti fannst látinn nokkrum dögum fyrir innrásina í Úkraínu. Leonid Shulman fannst látinn inni á baðherbergi í Sankti Pétursborg og þar var kveðjubréf þar sem hann sagðist ekki þola lengur verkina sem hann þjáðist af í fótunum. Ættingjar hans rengja bréfið og sjálfsvígið. Alexander Tyulyakov fannst hengdur í Sankti Pétursborg í lok febrúar. Rússneskir fjölmiðlar sögðu lík Alexanders Tyulyakovs hafa borið merki um misþyrmingar. Mikhail Watford fannst hengdur í bílskúrnum sínum í Surrey í Englandi í lok febrúar. Hann hafði auðgast á olíu og gasi. Vasily Melnikov myrti eiginkonu sína og tvö börn, 10 og 4ra ára í lok mars, áður en hann tók eigið líf. Hann var stjórnandi lyfjafyrirtækis sem hafði tapað miklum fjármunum eftir að Vesturlönd hertu refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Nágrannar hans hafa miklar efasemdir um hvað hafi í raun gerst. Þann 19. apríl myrtu tveir rússneskir milljarðamæringar fjölskyldur sínar og tóku síðan eigin líf. Vladislav Avayev framkvæmdi ódæðið í Moskvu og Sergei Protosenya gerði það í Lloret de Mar á Spáni. Báðir höfðu auðgast í gegnum orkugeirann í Rússlandi. Aðstandendur þeirra efast um að mennirnir hafi fyrirfarið sér, hvað þá myrt eiginkonur og börn. Sá sjöundi í röðinni týndi lífi í Moskvu þann 8. maí. Alexander Subbotin var forstjóri Lukoil, stærsta olíufyrirtækis Rússlands. Hann þjáðist, að sögn, af timburmönnum. Til að ráða bót á því tók hann inn froskaeitur sem varð honum að aldurtila. Tveir þeir síðustu í þessari röð dularfullra dauðsfalla létust svo báðir þann 6. júní. Báðir voru stjórnendur samfélagsmiðilsins VK, sem er svar Rússa við Facebook. Þeir létust í bílslysi þegar jeppi sem þeir ferðuðust í ók út í á og sökk. Er maðkur í mysunni? Dauði svo margra milljarðamæringa hefur vakið upp spurningar um hvort mönnunum hafi verið komið fyrir kattarnef, en þess má geta að árið 2017 gaf USA Today út skýrslu þar sem fram kom að 38 rússneskir milljarðamæringar hefðu látist eða horfið á 3ja ára tímabili. Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur fjallað um spillingu í Rússlandi í bókum sínum, segir í samtali við Newsweek að fólk eigi að gera ráð fyrir því versta þegar fréttir berast af dularfullum dauðdaga rússneskra auðmanna. Meiri líkur en minni séu á því að rússnesk stjórnvöld hafi látið myrða viðkomandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira