Brjálað að gera hjá Kidda vídeóflugu með sjálfsalann sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júlí 2022 21:05 Kristinn Kristmundsson eða Kiddi vídeófluga eins og hann er oftast kallaður við sjálfsalann sinn, sem slegið hefur í gegn hjá ferðamönnum í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá Kidda vídeóflugu eins og í sumar í sjálfsalanum hans fyrir ferðamenn, sem er staddur á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Ferðamenn eru líka duglegir að skilja eftir miða í sjálfsalanum og þakka Kidda fyrir framtakið. Sjálfsalinn er á svo kölluðum Bóndastaðahálsi skammt frá Hrollaugsstöðum í Hjaltastaða Þingá. Sjálfsalinn notar sólarorku og rekur sig að mestu leyti sjálfur, Kiddi þarf jú að fylla á hann reglulega og sjá um fjármálin. „Já, já, þetta gengur vel miðað við svona litið kríli þá myndi ég segja að þetta gangi ljómandi vel já en þetta er meira gert til gamans og að hafa gaman af því að tala við fólk,“ segir Kiddi en hann heitir fullu nafni Kristinn Kristmundsson. Það eru miðar út um allt í sjálfsalanum og búið að skrifa heilmikið á panilinn. „Þetta eru bara skilaboð, sem viðskiptavinirnir alls staðar af í heiminum eru að setja hérna upp, bæði þakklætis skilaboð, reyndar er ég ekki góður í mörgum tungumálum en ég á gott fólk, sem hefur sagt mér að hér séu falleg orð mæld á þessum miðum,“ segir Kiddi. Kiddi er mjög vinsæll og skemmtilegur, ný orðinn 68 ára og kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hann stofnaði vídeóleiguna Vídeóflugan á sínum tíma og smíðaði líkkistur í mörg ár svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsalinn er að sjálfsögðu opinn allan sólarhringinnMagnús Hlynur Hreiðarsson „Maður reynir sitt besta og reynir að standa sig í því, sem maður er að gera og það hefur stundum verið sagt um mig að það sem ég tek að mér reyni ég að passa vel og láta ganga, þannig að annað hvort er ég í því eða ekki,“ segir Kiddi enn fremur og er fljótur að bæta við. „Mér finnst bara gaman að segja þjóðinni það að það er yndislegt og dásamlegt að vera svona þekktur að því að ég veit ekki til þess að ég hafi gert neinn skapaðan hlut af mér og þarf ekki að skammast mín fyrir neitt og hef reynt að standa mig í því, sem ég tek að mér.“ Kiddi er mjög hress, jákvæður og skemmtilegur maður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Sjálfsalinn er á svo kölluðum Bóndastaðahálsi skammt frá Hrollaugsstöðum í Hjaltastaða Þingá. Sjálfsalinn notar sólarorku og rekur sig að mestu leyti sjálfur, Kiddi þarf jú að fylla á hann reglulega og sjá um fjármálin. „Já, já, þetta gengur vel miðað við svona litið kríli þá myndi ég segja að þetta gangi ljómandi vel já en þetta er meira gert til gamans og að hafa gaman af því að tala við fólk,“ segir Kiddi en hann heitir fullu nafni Kristinn Kristmundsson. Það eru miðar út um allt í sjálfsalanum og búið að skrifa heilmikið á panilinn. „Þetta eru bara skilaboð, sem viðskiptavinirnir alls staðar af í heiminum eru að setja hérna upp, bæði þakklætis skilaboð, reyndar er ég ekki góður í mörgum tungumálum en ég á gott fólk, sem hefur sagt mér að hér séu falleg orð mæld á þessum miðum,“ segir Kiddi. Kiddi er mjög vinsæll og skemmtilegur, ný orðinn 68 ára og kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hann stofnaði vídeóleiguna Vídeóflugan á sínum tíma og smíðaði líkkistur í mörg ár svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsalinn er að sjálfsögðu opinn allan sólarhringinnMagnús Hlynur Hreiðarsson „Maður reynir sitt besta og reynir að standa sig í því, sem maður er að gera og það hefur stundum verið sagt um mig að það sem ég tek að mér reyni ég að passa vel og láta ganga, þannig að annað hvort er ég í því eða ekki,“ segir Kiddi enn fremur og er fljótur að bæta við. „Mér finnst bara gaman að segja þjóðinni það að það er yndislegt og dásamlegt að vera svona þekktur að því að ég veit ekki til þess að ég hafi gert neinn skapaðan hlut af mér og þarf ekki að skammast mín fyrir neitt og hef reynt að standa mig í því, sem ég tek að mér.“ Kiddi er mjög hress, jákvæður og skemmtilegur maður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira