Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 22:01 Joan Laporta, forseti Barcelona og Xavi Hernández er sá síðarnefndi var tilkynntur sem nýr þjálfari Barcelona á síðasta ári. Pedro Salado/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti nýverið tíu prósent af framtíðar sjónvarpstekjum Börsunga. Fjárfestingafélagið á því nú 25 prósent af því sem mun koma í kassann í gegnum slíkar tekjur á komandi árum. Fyrr í júlímánuði greindi Vísir frá því að Sixth Street hefði keypt tíu prósent af sjónvarpsrétti Barcelona næstu 25 árin. Alls borgaði félagið 270 milljónir evra fyrir réttinn en hann var um tíma í hættu þar sem Barcelona hafði þegar fengið lán hjá bandaríska bankanum Goldman Sachs. Barcelona fékk 595 milljónir evra að láni frá bankanum á síðasta ári með veði í sjónvarpsrétti félagsins og því getur félagið ekki selt sjónvarpsréttinn án samráðs við bankann. Samningur Barcelona við Sixth Street gerir það að verkum að spænska félagið getur eytt 267 milljónum á þessari leiktíð. Það hefur nú þegar fest kaup á Robert Lewandowski, Raphinha og Pablo Torre fyrir samtals 93 milljónir evra. Þá gengu þeir Andreas Christensen og Franck Kessié í raðir félagsins á frjálsri sölu. Barcelona sell further 15% of LaLiga TV rights to Sixth Street https://t.co/5TB9FiGZDs pic.twitter.com/6W8080djwU— Reuters (@Reuters) July 22, 2022 Ekki nóg með það heldur eru Börsungar á höttunum á eftir Jules Koundé hjá Sevilla, César Azpilicueta og Marcos Alonso hjá Chelsea ásamt Bernardo Silva hjá Manchester City. Þó Barcelona hafi nú smá pening milli handanna þá nema skuldir félagsins vel yfir milljarð evra og þá á hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong enn inni þónokkrar milljónir evra í ógreidd laun. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira
Kaupandinn er fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti nýverið tíu prósent af framtíðar sjónvarpstekjum Börsunga. Fjárfestingafélagið á því nú 25 prósent af því sem mun koma í kassann í gegnum slíkar tekjur á komandi árum. Fyrr í júlímánuði greindi Vísir frá því að Sixth Street hefði keypt tíu prósent af sjónvarpsrétti Barcelona næstu 25 árin. Alls borgaði félagið 270 milljónir evra fyrir réttinn en hann var um tíma í hættu þar sem Barcelona hafði þegar fengið lán hjá bandaríska bankanum Goldman Sachs. Barcelona fékk 595 milljónir evra að láni frá bankanum á síðasta ári með veði í sjónvarpsrétti félagsins og því getur félagið ekki selt sjónvarpsréttinn án samráðs við bankann. Samningur Barcelona við Sixth Street gerir það að verkum að spænska félagið getur eytt 267 milljónum á þessari leiktíð. Það hefur nú þegar fest kaup á Robert Lewandowski, Raphinha og Pablo Torre fyrir samtals 93 milljónir evra. Þá gengu þeir Andreas Christensen og Franck Kessié í raðir félagsins á frjálsri sölu. Barcelona sell further 15% of LaLiga TV rights to Sixth Street https://t.co/5TB9FiGZDs pic.twitter.com/6W8080djwU— Reuters (@Reuters) July 22, 2022 Ekki nóg með það heldur eru Börsungar á höttunum á eftir Jules Koundé hjá Sevilla, César Azpilicueta og Marcos Alonso hjá Chelsea ásamt Bernardo Silva hjá Manchester City. Þó Barcelona hafi nú smá pening milli handanna þá nema skuldir félagsins vel yfir milljarð evra og þá á hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong enn inni þónokkrar milljónir evra í ógreidd laun.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Sjá meira