Eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn í vor tilkynnti Þorgils Jón, eða Oggi eins og hann er nær alltaf kallaður, að hann ætlaði að reyna fyrir sér í Danmörku. Hann ætlaði að elta ástina þar sem kærasta hans, Lovísa Thompson, mun leika með Ringkøbing Håndbold á næstu leiktíð.
Jón Þorgils hefur nú ákveðið að vera út næsta tímabil á Hlíðarenda en einkar spennandi tímabil er framundan hjá Valsmönnum.
Ásamt því að eiga titil að verja, og vera í bikarkeppni hér á landi þá er Valur komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem þýðir að liðið mun spila að lágmarki tíu leiki heima og að heiman frá október og fram í febrúar.
„Þorgils Jón lék 21 leik á síðasta tímabili í deildinni og skoraði í þeim 40 mörk ásamt því að spila lykilhlutverk í varnarleik liðsins“ segir í tilkynningu félagsins.