Allt brjálað í síðasta heimaleik mótherja Blika og þeim refsað Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2022 12:31 Rúmlega fimmtíu stuðningsmenn Buducnost mættu í Kópavog í gærkvöld en þeir verða mun fleiri og háværari á heimavelli næsta fimmtudag, þó að 3.000 sætum verði lokað í refsingarskyni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Mótherjar Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi, hafa verið sektaðir og þeim gert að loka hluta leikvangs síns vegna mikilla óláta í síðasta heimaleik sínum. Hlutum var kastað, kveikt í blysum og kynþáttaníði beitt síðast þegar Buducnost spilaði heimaleik og hætt við því að einnig verði læti þegar Breiðablik mætir í heimsókn í næstu viku. Litlu munaði að upp úr syði á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar Blikar unnu 2-0 sigur gegn Buducnost. Þar voru þó aðeins rúmlega 50 stuðningsmenn svartfellska liðsins sem létu vel í sér heyra en lætin voru ekki minni í leikmönnum og starfsliði liðsins, og skarst lögregla í leikinn þegar mikill hiti var í mönnum í leikslok. Blikar fara óhræddir til Svartfjallalands en þar létu stuðningsmenn Buducnost þó öllum illum látum þegar liðið Llapi frá Kósovó kom í heimsókn fyrir tveimur vikum. Fengu fimm milljóna sekt og þurfa að loka hluta stúkunnar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sektaði í dag Buducnost um 35.375 evrur, jafnvirði um 5 milljóna íslenskra króna, vegna ólátanna á leiknum við Llapi. Hæsti hluti sektarinnar, eða 20.000 evrur, er vegna kynþáttaníðs en einnig var félagið sektað vegna þess að hlutum var kastað og kveikt í blysum. Þá var Buducnost gert að loka norðurhluta stúkunnar sinnar fyrir næsta heimaleik, gegn Breiðablki næsta fimmtudag, eða alls 3.000 sætum á leikvanginum sem tekur 11.500 manns í sæti. Félagið þarf sömuleiðis að hafa borða á leikvanginum þar sem stendur #NoToRacism eða #NeiViðRasisma. Félagið var auk þess aðvarað vegna hegðunar liðsins og spurning hvort að hegðunin í Kópavogi í gær kalli á frekari refsingu. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Hlutum var kastað, kveikt í blysum og kynþáttaníði beitt síðast þegar Buducnost spilaði heimaleik og hætt við því að einnig verði læti þegar Breiðablik mætir í heimsókn í næstu viku. Litlu munaði að upp úr syði á Kópavogsvelli í gærkvöld þegar Blikar unnu 2-0 sigur gegn Buducnost. Þar voru þó aðeins rúmlega 50 stuðningsmenn svartfellska liðsins sem létu vel í sér heyra en lætin voru ekki minni í leikmönnum og starfsliði liðsins, og skarst lögregla í leikinn þegar mikill hiti var í mönnum í leikslok. Blikar fara óhræddir til Svartfjallalands en þar létu stuðningsmenn Buducnost þó öllum illum látum þegar liðið Llapi frá Kósovó kom í heimsókn fyrir tveimur vikum. Fengu fimm milljóna sekt og þurfa að loka hluta stúkunnar UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sektaði í dag Buducnost um 35.375 evrur, jafnvirði um 5 milljóna íslenskra króna, vegna ólátanna á leiknum við Llapi. Hæsti hluti sektarinnar, eða 20.000 evrur, er vegna kynþáttaníðs en einnig var félagið sektað vegna þess að hlutum var kastað og kveikt í blysum. Þá var Buducnost gert að loka norðurhluta stúkunnar sinnar fyrir næsta heimaleik, gegn Breiðablki næsta fimmtudag, eða alls 3.000 sætum á leikvanginum sem tekur 11.500 manns í sæti. Félagið þarf sömuleiðis að hafa borða á leikvanginum þar sem stendur #NoToRacism eða #NeiViðRasisma. Félagið var auk þess aðvarað vegna hegðunar liðsins og spurning hvort að hegðunin í Kópavogi í gær kalli á frekari refsingu.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15 Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna „Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. júlí 2022 22:15
Útlitið orðið mikið betra fyrir íslensk félagslið Sigrar Breiðabliks og Víkings í gærkvöldi, gegn liðum frá Svartfjallalandi og Wales, eru gífurlega mikilvægir varðandi stöðu Íslands á styrkleikalista UEFA vegna Evrópukeppna í fótbolta karla. 22. júlí 2022 07:30
Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks. 21. júlí 2022 21:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð