Þúsundir lögreglumanna gráir fyrir járnum tóku þátt í aðgerðinni að sögn The Guardian en nokkur hundruð manns höfðu komið sér fyrir á torgi í borginni í grennd við stjórnsýslubyggingar og mótmælt ástandinu í landinu.
Þau mótmæli leiddu til afsagnar forseta landsins og forsætisráðherra en gömlu valdaöflin í landinu hafa þó enn tögl og hagldir á valdastofnunum. Um fimmtíu manns slösuðust í aðgerðunum í morgun og þrír voru fluttir á spítala.