Nígerískar landsliðskonur í verkfall vegna launadeilna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 15:46 Samstaðan er mikil hjá landsliði Nígeríu. Twitter@CAFwomen Nígería mun spila um þriðja sætið á Afríkumóti kvenna í fótbolta en leikmenn liðsins hafa ákveðið að sleppa því að mæta á æfingu vegna launadeilna við knattspyrnusambands landsins. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Leikur Nígeríu og Marokkó í undanúrslitum fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Marokkó betur. Var áhorfendamet sett á leiknum en alls mættu 45.562 áhorfendur á leikinn. The #WAFCON semifinal between Morocco and Nigeria set the new record attendance at an African women's football match with 45,562 fans pic.twitter.com/O05Mq0Kzg5— B/R Football (@brfootball) July 18, 2022 Leikmenn liðsins eiga hins vegar inni greiðslu upp á 10 þúsund Bandaríkjadali þar sem liðið vann Botswana, Búrúndí og Kamerún. Sú upphæð hefur hins vegar ekki skilað sér inn á bankareikning leikmanna liðsins og því tók liðið þá ákvðrun að mæta ekki á æfingu í gær, miðvikudag. Sagan er svo sannarlega að endurtaka sig en þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist á þessari öld og þriðja skiptið á síðustu sex árum. Nígería, sigursælasta lið Afríku, fór í verkfall árin 2004 og 2016 er liðið var að keppa í Afríkukeppninni. Það sama átti sér svo stað árið 2019 er liðið keppti á HM. Ástæðurnar hafa alltaf verið vangoldin laun og bónusgreiðslur. Knattspyrnusamband Nígeríu, NFF, þarf að bregðast fljótt við en leikurinn um 3. sætið er gegn Zambiu á morgun, föstudag. „Leikmennirnir neituðu að yfirgefa hótel sitt í Casablanca vegna vangoldinna launa,“ segir í frétt BBC um málið. Í fréttinni kemur einnig fram að NFF hafi lofað leikmönnum að launin muni berast fyrr en seinna, þó er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag. NFF, sem fær fjármagn sitt frá ríkisstjórn landsins, hefur aðeins borgað leikmönnunum þúsund Bandaríkjadali og segir Amaju Pinnick, forseti NFF, að sambandið þurfi að fá fjármagn frá íþróttaráðuneyti Nígeríu eigi það að geta borgað leikmönnunum tilætlaða upphæð. „Að fá fjármagn frá ríkinu tekur tíma og liðið skilur það nú. Bæði ráðuneytið og NFF vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál,“ sagði Toyin Ibitoye, sérstakur ráðgjafi íþróttaráðuneytis landsins, við BBC. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Nígería Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Leikur Nígeríu og Marokkó í undanúrslitum fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Marokkó betur. Var áhorfendamet sett á leiknum en alls mættu 45.562 áhorfendur á leikinn. The #WAFCON semifinal between Morocco and Nigeria set the new record attendance at an African women's football match with 45,562 fans pic.twitter.com/O05Mq0Kzg5— B/R Football (@brfootball) July 18, 2022 Leikmenn liðsins eiga hins vegar inni greiðslu upp á 10 þúsund Bandaríkjadali þar sem liðið vann Botswana, Búrúndí og Kamerún. Sú upphæð hefur hins vegar ekki skilað sér inn á bankareikning leikmanna liðsins og því tók liðið þá ákvðrun að mæta ekki á æfingu í gær, miðvikudag. Sagan er svo sannarlega að endurtaka sig en þetta er í fjórða sinn sem þetta gerist á þessari öld og þriðja skiptið á síðustu sex árum. Nígería, sigursælasta lið Afríku, fór í verkfall árin 2004 og 2016 er liðið var að keppa í Afríkukeppninni. Það sama átti sér svo stað árið 2019 er liðið keppti á HM. Ástæðurnar hafa alltaf verið vangoldin laun og bónusgreiðslur. Knattspyrnusamband Nígeríu, NFF, þarf að bregðast fljótt við en leikurinn um 3. sætið er gegn Zambiu á morgun, föstudag. „Leikmennirnir neituðu að yfirgefa hótel sitt í Casablanca vegna vangoldinna launa,“ segir í frétt BBC um málið. Í fréttinni kemur einnig fram að NFF hafi lofað leikmönnum að launin muni berast fyrr en seinna, þó er aðeins um að ræða munnlegt samkomulag. NFF, sem fær fjármagn sitt frá ríkisstjórn landsins, hefur aðeins borgað leikmönnunum þúsund Bandaríkjadali og segir Amaju Pinnick, forseti NFF, að sambandið þurfi að fá fjármagn frá íþróttaráðuneyti Nígeríu eigi það að geta borgað leikmönnunum tilætlaða upphæð. „Að fá fjármagn frá ríkinu tekur tíma og liðið skilur það nú. Bæði ráðuneytið og NFF vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál,“ sagði Toyin Ibitoye, sérstakur ráðgjafi íþróttaráðuneytis landsins, við BBC.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Nígería Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira