Dómstólar ákveða hvort Musk skuli kaupa Twitter Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. júlí 2022 19:43 Dómstólar munu nú skera úr um hvort kaup Musk á Twitter þurfi að ganga í gegn. Getty/Matt Cardy Dómstólar í Delaware hafa komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk þurfi að fara fyrir dóm vegna kaupa sinna á Twitter eða hvort hann skuli standa við þau. Í apríl síðastliðnum tilkynnti auðjöfurinn Elon Musk að hann vildi kaupa samfélagsmiðilinn Twitter en hann bauð fram 41 milljarð bandaríkjadala. Hann sagði þá nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Nú í júlí vildi Musk draga kauptilboð sitt til baka en hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn með því að útvega honum ekki nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum. Twitter sendi honum upplýsingar um fjölda falskra reikninga en Musk dró fjöldann í efa. Twitter ákvað í kjölfarið að höfða mál gegn Musk og sagði hann hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Twitter vilji að Musk taki ábyrgð. Í gær komust dómstólar í Delaware að þeirri niðurstöðu að mál Twitter og Musk skuli fara fyrir dóm í október til þess að greiða úr því hvort Musk þurfi að standa við kauptilboð sitt til Twitter eða ekki. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Á meðan réttarhöldum stóð í gær óskaði Twitter eftir því að málið yrði leyst með eins miklum hraða og mögulegt væri. Lögmaður Twitter sagði óvissuna skaða Twitter með hverri mínútunni sem líði. Samfélagsmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í apríl síðastliðnum tilkynnti auðjöfurinn Elon Musk að hann vildi kaupa samfélagsmiðilinn Twitter en hann bauð fram 41 milljarð bandaríkjadala. Hann sagði þá nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Nú í júlí vildi Musk draga kauptilboð sitt til baka en hann sagði fyrirtækið ekki hafa staðið við kaupsamninginn með því að útvega honum ekki nánari upplýsingar um raunverulegan fjölda falskra reikninga og svokallaðra botta á samfélagsmiðlinum. Twitter sendi honum upplýsingar um fjölda falskra reikninga en Musk dró fjöldann í efa. Twitter ákvað í kjölfarið að höfða mál gegn Musk og sagði hann hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Twitter vilji að Musk taki ábyrgð. Í gær komust dómstólar í Delaware að þeirri niðurstöðu að mál Twitter og Musk skuli fara fyrir dóm í október til þess að greiða úr því hvort Musk þurfi að standa við kauptilboð sitt til Twitter eða ekki. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Á meðan réttarhöldum stóð í gær óskaði Twitter eftir því að málið yrði leyst með eins miklum hraða og mögulegt væri. Lögmaður Twitter sagði óvissuna skaða Twitter með hverri mínútunni sem líði.
Samfélagsmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf