Misheppnuð tilraun til að kveikja líf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2022 08:05 Hjartagarðurinn stendur jafnan galtómur. Vísir/Ólafur Hjartagarðurinn, torg á milli Hverfisgötu og Laugavegs, hefur ekki beint slegið í gegn hjá borgarbúum og hefur torgið staðið nánast autt frá því framkvæmdum lauk. Umhverfis- og skipulagsráð er meðvitað um vandann og borgarfulltrúi segir torgið misheppnaða tilraun til að kveikja líf. Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um Hjartagarðinn síðan hann opnaði en eiginleikar torgsins ættu samkvæmt bókinni að trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið er á suðupunkti mannlífs í borginni, gott skjól er á torginu og sólin skín á björtum sumardegi. Allt annað hefur hins vegar komið á daginn og torgið stendur alla jafnan galtómt. Jafnframt sakna margir gamla Hjartagarðsins sem þurfti að víkja fyrir nýrri íbúðabyggingum. „Hjartagarðurinn á fallegum sumardegi. Alveg eins og Hjartagarðurinn í febrúar,“ skrifar Páll Hilmarsson á Twitter en hann er ekki einn um að hafa orðið fyrir vonbrigðum með garðinn. „Ég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér,“ skrifar Starkaður Pétursson og birtir mynd af Hjartatorginu eins og það er iðulega: galtómt. eini staðurinn í miðbæ rvk þar sem fjöldi fólks hefur ekki fækkað er Hjartagarðurinnég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér pic.twitter.com/IJyxBdTDj0— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 24, 2020 Ekki kveikt mikið líf Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, situr í umhverfis- og skipulagsráðsráði og var áður formaður ráðsins. Hann er sammála því að Hjartagarðurinn sé vonbrigði. „Garðurinn hefur ekki kveikt mikið líf og er svolítið misheppnaður að því leyti, öfugt við til dæmis Óðinstorg eða Káratorg við Frakkastíg. Það eru örugglega nokkrar ástæður fyrir því, ein ástæðan gæti verið að rekstur þarna á sumum þessara staða hefur verið erfiður. Fyrirtæki hafa þurft að loka og það hefur ekki verið mikið líf á jarðhæðunum í kringum torgið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Hjálmar Sveinsson er situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.Reykjavíkurborg Hann segir skipulagsráð meðvitað um vandann og hefur sjálfur rætt við rekstaraðila við torgið. „Ég veit að þau hafa verið að setja stóla og borð og jurtir ýmiskonar til að gæða þessu meira lífi. Við höfum líka rætt þann möguleika að búa til einhvers konar gosbrunn á miðju torgi, þar sem það eiga að vera vatnslagnir undir torginu sem gætu gert það mögulegt.“ Ráðgáta Hjálmar segir ástæðu þess að upphaflega hafi verið ráðist í framkvæmdir á Hjartagarðinum hafa verið uppboð og sameiningu lóða til að gera reitina fýsilegri kosti til að byggja á. „Þessi lóð er í rauninni útkoman úr því. Þessi lóð var svo seld með skipulagsheimildum með ákveðnu deiliskipulagi. Á sínum tíma var þessu deiliskipulagi var síðan breytt í sátt við eigendur, það minnkað og þetta torg gert til að gera skemmtilegt mannlífstorg en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Hjálmar og tekur fram að áður hafi verið þar niðurníðslulóð. Hjartagarðurinn eins og hann leit út áður en lóðirnar fóru á uppboð.Twitter/Magnús Hjálmari finnst dapurt hvernig hafi gengið með garðinn. „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn. Þetta gekk betur í tvö sumur þegar borgin styrkti ýmis verkefni þarna en svo er það ekki lengur.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um Hjartagarðinn síðan hann opnaði en eiginleikar torgsins ættu samkvæmt bókinni að trekkja að mannlíf og góða stemmningu; torgið er á suðupunkti mannlífs í borginni, gott skjól er á torginu og sólin skín á björtum sumardegi. Allt annað hefur hins vegar komið á daginn og torgið stendur alla jafnan galtómt. Jafnframt sakna margir gamla Hjartagarðsins sem þurfti að víkja fyrir nýrri íbúðabyggingum. „Hjartagarðurinn á fallegum sumardegi. Alveg eins og Hjartagarðurinn í febrúar,“ skrifar Páll Hilmarsson á Twitter en hann er ekki einn um að hafa orðið fyrir vonbrigðum með garðinn. „Ég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér,“ skrifar Starkaður Pétursson og birtir mynd af Hjartatorginu eins og það er iðulega: galtómt. eini staðurinn í miðbæ rvk þar sem fjöldi fólks hefur ekki fækkað er Hjartagarðurinnég er örugglega öruggari í hjartagarðinum heldur en heima hjá mér pic.twitter.com/IJyxBdTDj0— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) March 24, 2020 Ekki kveikt mikið líf Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, situr í umhverfis- og skipulagsráðsráði og var áður formaður ráðsins. Hann er sammála því að Hjartagarðurinn sé vonbrigði. „Garðurinn hefur ekki kveikt mikið líf og er svolítið misheppnaður að því leyti, öfugt við til dæmis Óðinstorg eða Káratorg við Frakkastíg. Það eru örugglega nokkrar ástæður fyrir því, ein ástæðan gæti verið að rekstur þarna á sumum þessara staða hefur verið erfiður. Fyrirtæki hafa þurft að loka og það hefur ekki verið mikið líf á jarðhæðunum í kringum torgið,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Hjálmar Sveinsson er situr í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.Reykjavíkurborg Hann segir skipulagsráð meðvitað um vandann og hefur sjálfur rætt við rekstaraðila við torgið. „Ég veit að þau hafa verið að setja stóla og borð og jurtir ýmiskonar til að gæða þessu meira lífi. Við höfum líka rætt þann möguleika að búa til einhvers konar gosbrunn á miðju torgi, þar sem það eiga að vera vatnslagnir undir torginu sem gætu gert það mögulegt.“ Ráðgáta Hjálmar segir ástæðu þess að upphaflega hafi verið ráðist í framkvæmdir á Hjartagarðinum hafa verið uppboð og sameiningu lóða til að gera reitina fýsilegri kosti til að byggja á. „Þessi lóð er í rauninni útkoman úr því. Þessi lóð var svo seld með skipulagsheimildum með ákveðnu deiliskipulagi. Á sínum tíma var þessu deiliskipulagi var síðan breytt í sátt við eigendur, það minnkað og þetta torg gert til að gera skemmtilegt mannlífstorg en það gekk ekki alveg eftir,“ segir Hjálmar og tekur fram að áður hafi verið þar niðurníðslulóð. Hjartagarðurinn eins og hann leit út áður en lóðirnar fóru á uppboð.Twitter/Magnús Hjálmari finnst dapurt hvernig hafi gengið með garðinn. „Það er kannski pínulítil ráðgáta hvers vegna þetta hefur ekki gengið betur, þarna er gott skjól og sólin skín, tiltölulega lág hús í kringum garðinn. Þetta gekk betur í tvö sumur þegar borgin styrkti ýmis verkefni þarna en svo er það ekki lengur.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira