Kári hóf meistaraflokksferil sinn með Haukum, en hefur einnig leikið körfubolta á Spáni. Hann gekk til liðs við Valsmenn frá Basquet Girona fyrir seinasta tímabil.
„Bakvörðurinn small einkar vel inní liðið þegar hann kom siðastliðið haust enda flottur karakter með góða leiðtogahæfni,“ sagði í tilkynningu Valsmanna.
„Frammistaða Kára var stigvaxandi allt leiktímabilið og í urslitakeppninni sprakk hann út og var valinn besti leikmaðurinn að henni lokinni.“
Eins og aður segir var Kári valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Subway-deildar karla á seinasta tímabil. Hann skilaði að meðaltali 16 stigum, fjórum fráköstum og fimm stoðsendingum í leik.