Komu örmagna kóp til bjargar við Reykjarvíkurhöfn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 11:29 Kvöldganga Sigríðar endaði með björgunaraðgerð úti á Granda. Sigríður Kristinsdóttir Örmagna kóp með öngul í munni var komið til bjargar af vegfarendum á Granda í gærkvöldi. Annar þeirra, Sigríður Kristinsdóttir segist í fyrstu hafa haldið að móðurlaus kópurinn væri dauður en þegar svo reyndist ekki vera var kópnum komið í hendur næturvaktar Húsdýragarðsins. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, dóttir Sigríðar, birti vægast sagt krúttlegar myndir af björgun kópsins á Twitter. Mamma var í göngutúr og sá þennan örmagna sæta kóp, hringdi i 112 og hann Veigar sem var á næturvakt hjá Húsdýragarðinum kom til bjargar.Smá til að gleðja þetta forrit pic.twitter.com/y514MipDTs— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 18, 2022 Dauðhræddur í fyrstu Sigríður Kristinsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið ásamt vinkonu sinni og hundi í göngutúr úti á Granda þegar þau rákust á kópinn. Þau hafi leyft hundinum að ráða för sem hafi í raun leitt þau að kópnum. Bjargvætturinn Sigríður Kristinsdóttir.facebook „Þegar komum niður að lítilli vör á höfninni sjáum við að eitthvað liggur sem þar niðri við höldum að sé dáið. Það var bara ekkert lífsmark en svo sjáum við að þetta er þessi litli kópur sem er með öngul í munni sem lafir niður. Maður sér bara að hann er alveg búinn á því.“ Hún segir kópinn hafa verið dauðhræddan við þær vinkonur í fyrstu og eftir nokkur símtöl var þeim bent á næturvakt Húsdýragarðsins. Frá næturvakt Húsdýragarðsins kom Veigar sem var alsæll með fregnirnar enda búinn að leita að kópnum í tvo sólarhringa. Svona var aðkoman þegar Sigríður og vinkona fundu kópinn.Sigríður Kristinsdóttir „Þá hafði einhver séð þennan litla kóp vera að leita að mömmu sinni í höfninni. Við förum með kópinn í bílinn en þá var öngullinn lafandi og dinglandi í allar áttir og kópurinn berst um, þá þarf Veigar að losa öngulinn til að stækka ekki sárið og þá kom í ljós að það var mikið lífsmark með kópnum enda barðist hann hressilega.“ Fallegt augnablik hafi orðið þegar kópurinn sneri sér við í bílnum til að líta bjargvættina augum í hinsta sinn. „Maður ímyndar sér að hann hafi vitað að við værum að reyna að hjálpa honum.“ Hefur áhyggjur af framhaldinu Nú hefur kópnum verið komið fyrir í Húsdýragarðinum en Sigríður hefur áhyggjur að kópurinn verði þar of lengi og verði þar með ófær um að bjarga sér í náttúrunni. „Draumurinn væri að þau myndu hlúa að honum og svo myndi hann fá að synda sinn veg. En maður veit ekki alveg hvernig þetta endar, þessi hluti sem var í okkar valdi endaði eins vel og hægt var.“ Að lokum biðlar Sigríður til veiðimanna og annarra, að gæta að því hvernig skilið er við umhverfið svo spúnar standi ekki á víðavangi með tilheyrandi hættu. „Og líka bara á þjóðvegum að vera vakandi fyrir dýrum á vegum. Við verðum bara að ganga varlega um, það á alltaf að vera gildi,“ sagði Sigríður að lokum. Veigar breiddi peysu sinni yfir kópinn og kom honum fyrir í bíl Húsdýragarðsins.Sigríður Kristinsdóttir Dýr Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, dóttir Sigríðar, birti vægast sagt krúttlegar myndir af björgun kópsins á Twitter. Mamma var í göngutúr og sá þennan örmagna sæta kóp, hringdi i 112 og hann Veigar sem var á næturvakt hjá Húsdýragarðinum kom til bjargar.Smá til að gleðja þetta forrit pic.twitter.com/y514MipDTs— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 18, 2022 Dauðhræddur í fyrstu Sigríður Kristinsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið ásamt vinkonu sinni og hundi í göngutúr úti á Granda þegar þau rákust á kópinn. Þau hafi leyft hundinum að ráða för sem hafi í raun leitt þau að kópnum. Bjargvætturinn Sigríður Kristinsdóttir.facebook „Þegar komum niður að lítilli vör á höfninni sjáum við að eitthvað liggur sem þar niðri við höldum að sé dáið. Það var bara ekkert lífsmark en svo sjáum við að þetta er þessi litli kópur sem er með öngul í munni sem lafir niður. Maður sér bara að hann er alveg búinn á því.“ Hún segir kópinn hafa verið dauðhræddan við þær vinkonur í fyrstu og eftir nokkur símtöl var þeim bent á næturvakt Húsdýragarðsins. Frá næturvakt Húsdýragarðsins kom Veigar sem var alsæll með fregnirnar enda búinn að leita að kópnum í tvo sólarhringa. Svona var aðkoman þegar Sigríður og vinkona fundu kópinn.Sigríður Kristinsdóttir „Þá hafði einhver séð þennan litla kóp vera að leita að mömmu sinni í höfninni. Við förum með kópinn í bílinn en þá var öngullinn lafandi og dinglandi í allar áttir og kópurinn berst um, þá þarf Veigar að losa öngulinn til að stækka ekki sárið og þá kom í ljós að það var mikið lífsmark með kópnum enda barðist hann hressilega.“ Fallegt augnablik hafi orðið þegar kópurinn sneri sér við í bílnum til að líta bjargvættina augum í hinsta sinn. „Maður ímyndar sér að hann hafi vitað að við værum að reyna að hjálpa honum.“ Hefur áhyggjur af framhaldinu Nú hefur kópnum verið komið fyrir í Húsdýragarðinum en Sigríður hefur áhyggjur að kópurinn verði þar of lengi og verði þar með ófær um að bjarga sér í náttúrunni. „Draumurinn væri að þau myndu hlúa að honum og svo myndi hann fá að synda sinn veg. En maður veit ekki alveg hvernig þetta endar, þessi hluti sem var í okkar valdi endaði eins vel og hægt var.“ Að lokum biðlar Sigríður til veiðimanna og annarra, að gæta að því hvernig skilið er við umhverfið svo spúnar standi ekki á víðavangi með tilheyrandi hættu. „Og líka bara á þjóðvegum að vera vakandi fyrir dýrum á vegum. Við verðum bara að ganga varlega um, það á alltaf að vera gildi,“ sagði Sigríður að lokum. Veigar breiddi peysu sinni yfir kópinn og kom honum fyrir í bíl Húsdýragarðsins.Sigríður Kristinsdóttir
Dýr Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira