Markastífla og gul spjöld gætu skilað Íslandi í 8-liða úrslit í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 08:30 Vonandi geta Íslendingar fagnað svona í kvöld þegar riðlakeppninni á EM lýkur. VÍSIR/VILHELM Það eru fleiri en ein leið til þess að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit á EM kvenna í fótbolta í Englandi í kvöld. Komist liðið þangað bíður þess leikur við Svía á föstudagskvöld. Ísland er með örlögin í eigin höndum því sigur gegn Frökkum í Rotherham í kvöld kemur liðinu áfram í 8-liða úrslit. En jafnvel þó að Ísland tapaði 10-0 eða stærra gegn Frökkum kæmist Ísland í 8-liða úrslit ef að leik Ítalíu og Belgíu, sem mætast klukkan 19 líkt og Ísland og Frakkland, lyki með markalausu jafntefli. Íslendingar ættu því allir að vonast eftir algjörri markastíflu í Manchester í kvöld, þar sem leikur Belgíu og Ítalíu fer fram. Sá möguleiki er einnig til staðar, þó hann sé vissulega ekki mjög stór, að prúðmennska íslenska liðsins skili liðinu áfram í útsláttarkeppnina. Það er vegna þess að ef Ísland tapar nákvæmlega 2-1 gegn Frakklandi, en Ítalía og Belgía gera 1-1 jafntefli, mun fjöldi gulra og rauðra spjalda ráða því hvort Ísland eða Belgía kemst áfram. Staðan og leikirnir í riðli Íslands á EM. Endi lið jöfn ráða innbyrðis leikir röðun þeirra. Staðan í riðlinum er sem sagt þannig að Frakkland er þegar öruggt áfram í leik gegn Evrópumeisturum Hollands í 8-liða úrslitum. Frakkar unnu Ítalíu 4-1 og Belgíu 2-1, á meðan að Ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu. Ef að Belgía eða Ítalía vinnur leik liðanna í kvöld verður Ísland að vinna leik sinn við Frakkland til að komast áfram. Það er því líklegt að Ísland þurfi að sækja til sigurs í kvöld. Málin flækjast með tapi Íslands og jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu Það er aðeins ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli sem að málin flækjast, og möguleikar Íslands á að komast áfram aukast. Ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli myndi það duga Íslandi að gera jafntefli við Frakka til að komast áfram. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Frökkum, og Belgía og Ítalía gera jafntefli, enda Ísland, Belgía og Ítalía öll með 2 stig. Þá myndi skipta máli hvernig jafntefli Belgía og Ítalía gerðu, og ef þau gerðu 1-1 jafntefli myndi einnig skipta máli hvernig tap Íslands gegn Frakklandi yrði. Hvað ræður röðun liða sem verða jöfn að stigum? Stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Markamunur í innbyrðis leikjum liðanna. Skoruð mörk í innbyrðis leikjum liðanna. Heildarmarkatala í riðlinum. Skoruð mörk í riðlinum. Refsistig vegna gulra (1 stig) og rauðra (3 stig) spjalda. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi myndi því 0-0 jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu skila Íslandi áfram. Þá væru Ísland, Belgía og Ítalía með 2 stig hvert, og Ísland hefði skorað flest mörk (2) í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 2-2, 3-3, 4-4 eða markameira jafntefli kemst Belgía í 8-liða úrslitin. Belgía og Ítalía hefðu þá skorað fleiri mörk en Ísland í innbyrðis leikjum liðanna þriggja og Belgía væri með betri heildarmarkatölu í riðlinum en Ítalía. Gæti þurft að líta til gulra og rauðra spjalda Loks er það svo þannig að ef að Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 1-1 jafntefli þá mun skipta máli hvernig tap Ísland gegn Frakklandi verður. Belgar kæmust þannig áfram ef að tap Íslands gegn Frakklandi yrði með meira en einu marki og einnig ef það yrði 1-0 tap, en Ísland færi áfram ef til dæmis um 3-2 eða 4-3 tap yrði að ræða. Ef að Ísland tapaði 2-1 gegn Frakklandi myndu svo gul og rauð spjöld ráða því hvort Ísland eða Belgía færi áfram. Belgar eru komnir með fjögur gul spjöld og eitt rautt á meðan Ísland er án spjalda. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Ísland er með örlögin í eigin höndum því sigur gegn Frökkum í Rotherham í kvöld kemur liðinu áfram í 8-liða úrslit. En jafnvel þó að Ísland tapaði 10-0 eða stærra gegn Frökkum kæmist Ísland í 8-liða úrslit ef að leik Ítalíu og Belgíu, sem mætast klukkan 19 líkt og Ísland og Frakkland, lyki með markalausu jafntefli. Íslendingar ættu því allir að vonast eftir algjörri markastíflu í Manchester í kvöld, þar sem leikur Belgíu og Ítalíu fer fram. Sá möguleiki er einnig til staðar, þó hann sé vissulega ekki mjög stór, að prúðmennska íslenska liðsins skili liðinu áfram í útsláttarkeppnina. Það er vegna þess að ef Ísland tapar nákvæmlega 2-1 gegn Frakklandi, en Ítalía og Belgía gera 1-1 jafntefli, mun fjöldi gulra og rauðra spjalda ráða því hvort Ísland eða Belgía kemst áfram. Staðan og leikirnir í riðli Íslands á EM. Endi lið jöfn ráða innbyrðis leikir röðun þeirra. Staðan í riðlinum er sem sagt þannig að Frakkland er þegar öruggt áfram í leik gegn Evrópumeisturum Hollands í 8-liða úrslitum. Frakkar unnu Ítalíu 4-1 og Belgíu 2-1, á meðan að Ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu. Ef að Belgía eða Ítalía vinnur leik liðanna í kvöld verður Ísland að vinna leik sinn við Frakkland til að komast áfram. Það er því líklegt að Ísland þurfi að sækja til sigurs í kvöld. Málin flækjast með tapi Íslands og jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu Það er aðeins ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli sem að málin flækjast, og möguleikar Íslands á að komast áfram aukast. Ef að Belgía og Ítalía gera jafntefli myndi það duga Íslandi að gera jafntefli við Frakka til að komast áfram. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Frökkum, og Belgía og Ítalía gera jafntefli, enda Ísland, Belgía og Ítalía öll með 2 stig. Þá myndi skipta máli hvernig jafntefli Belgía og Ítalía gerðu, og ef þau gerðu 1-1 jafntefli myndi einnig skipta máli hvernig tap Íslands gegn Frakklandi yrði. Hvað ræður röðun liða sem verða jöfn að stigum? Stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Markamunur í innbyrðis leikjum liðanna. Skoruð mörk í innbyrðis leikjum liðanna. Heildarmarkatala í riðlinum. Skoruð mörk í riðlinum. Refsistig vegna gulra (1 stig) og rauðra (3 stig) spjalda. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi myndi því 0-0 jafntefli hjá Belgíu og Ítalíu skila Íslandi áfram. Þá væru Ísland, Belgía og Ítalía með 2 stig hvert, og Ísland hefði skorað flest mörk (2) í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Ef Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 2-2, 3-3, 4-4 eða markameira jafntefli kemst Belgía í 8-liða úrslitin. Belgía og Ítalía hefðu þá skorað fleiri mörk en Ísland í innbyrðis leikjum liðanna þriggja og Belgía væri með betri heildarmarkatölu í riðlinum en Ítalía. Gæti þurft að líta til gulra og rauðra spjalda Loks er það svo þannig að ef að Ísland tapar gegn Frakklandi en Belgía og Ítalía gera 1-1 jafntefli þá mun skipta máli hvernig tap Ísland gegn Frakklandi verður. Belgar kæmust þannig áfram ef að tap Íslands gegn Frakklandi yrði með meira en einu marki og einnig ef það yrði 1-0 tap, en Ísland færi áfram ef til dæmis um 3-2 eða 4-3 tap yrði að ræða. Ef að Ísland tapaði 2-1 gegn Frakklandi myndu svo gul og rauð spjöld ráða því hvort Ísland eða Belgía færi áfram. Belgar eru komnir með fjögur gul spjöld og eitt rautt á meðan Ísland er án spjalda.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira