Cavani og Emery störfuðu saman hjá PSG þegar Emery var knattspyrnustjóri PSG árin 2016-2018. Emery er sagður áhugasamur fyrir því að vinna aftur með Cavani og vill hann fá leikmanninn til liðs við sig hjá Villareal þar sem Emery er knattspyrnustjóri í dag.
Spænska félagið gæti verið að missa sinn helsta framherja, Arnaut Danjuma, í sumar. West Ham er á meðal félaga sem sækist eftir kröftum Danjuma.
Umar Sadiq, framherji Almeria, er einnig skotmark hjá Villareal en félögin eru sögð vera langt frá því að ná samkomulagi um kaupverð á leikmanninum en Sevilla og Ajax hafa einnig áhuga á Sadiq samkvæmt fréttum frá Spáni.
Villareal gæti notað fjármagnið sem það fær fyrir Danjuma til að bjóða Cavani rausnarlegan samning þar sem félagið þarf ekki að borga Manchester United neitt fyrir félagaskiptin.
Spænski blaðamaðurinn Xavi Márquez greinir frá því á Twitter að Cavani gæti orðið leikmaður Villareal á allra næstu dögum.
El Villarreal CF contactó con Edinson Cavani hace dos días para tratar de llegar a un acuerdo en cuanto al sueldo que tendrá el 🇺🇾
— Xavi Jorquera Márquez (@xavi_jorquera) July 15, 2022
➡️Al parecer, esa negociación llegó a buen puerto
➡️Todo puede cambiar en un momento, pero la llegada de Cavani puede ser inminente pic.twitter.com/1vwNp4lxJd