Með nóg á prjónunum en einbeitir sér að sjóböðunum í bili Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2022 20:42 Skúli Mogensen er stofnandi sjóbaðanna í Hvammsvík í Hvalfirði, sem opnuðu formlega í dag. Samsett Sjóböðin í Hvammsvík í Hvalfirði voru formlega opnuð í dag en böðin eru byggð í kringum gömlu náttúrulaugina í fjöruborðinu í Hvammsvík og samanstanda af átta misheitum laugum. Sjóböðin nýju eru hugarfóstur athafnamannsins Skúla Mogensen, sem stofnaði fyrirtækið og hefur unnið að opnun baðanna ásamt fjölskyldu sinni. Hvammsvíkurböðin eru aðeins fyrir tólf ára og eldri - og ekki er hægt að njóta baðanna nema bóka aðgang fyrirfram á netinu. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir alllöngu síðan, hér í gömlu lauginni sem er orðin tíu ára gömul. Við erum búin að rölta um svæðið endalaust og njóta verunnar hér, því það er alltaf gott veður í heitri laug,“ segir Skúli Mogensen, inntur eftir því hvernig hugmyndin að sjóböðunum hafi kviknað. Sýnt var frá opnunardegi sjóbaðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Baðlón, sjóböð og heitar laugar hafa sprottið upp eins og gorkúlur á landinu síðustu ár. Skúli segir böðin í Hvammsvík þó hafa ákveðna sérstöðu. „Við höfum staðinn viljandi töluvert minni heldur en gengur og gerist og leyfum náttúrunni þannig að njóta sín og gestir fá kannski meira næði,“ segir Skúli. Hvammsvíkurböðin verða opin daglega frá klukkan 11-22. Aðgangur í böðin kostar á bilinu 6.900-7.900 krónur en verð er breytilegt eftir tíma dags sem pantað er og vikudegi. Skúli segir bókanir hafa farið virkilega vel af stað og stöðugur straumur gesta hafi verið í böðin í allan dag. Inntur eftir því hvort hann sé með fleiri verkefni á prjónunum segir hann nóg framundan. „En við ætlum nú að einbeita okkur að sjóböðunum og Hvammsvíkinni og halda áfram þeirri miklu uppbyggingu sem hér er hafin og vonandi fær fólk að njóta þess áfram,“ segir Skúli. Kjósarhreppur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Sjóböðin nýju eru hugarfóstur athafnamannsins Skúla Mogensen, sem stofnaði fyrirtækið og hefur unnið að opnun baðanna ásamt fjölskyldu sinni. Hvammsvíkurböðin eru aðeins fyrir tólf ára og eldri - og ekki er hægt að njóta baðanna nema bóka aðgang fyrirfram á netinu. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir alllöngu síðan, hér í gömlu lauginni sem er orðin tíu ára gömul. Við erum búin að rölta um svæðið endalaust og njóta verunnar hér, því það er alltaf gott veður í heitri laug,“ segir Skúli Mogensen, inntur eftir því hvernig hugmyndin að sjóböðunum hafi kviknað. Sýnt var frá opnunardegi sjóbaðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. Baðlón, sjóböð og heitar laugar hafa sprottið upp eins og gorkúlur á landinu síðustu ár. Skúli segir böðin í Hvammsvík þó hafa ákveðna sérstöðu. „Við höfum staðinn viljandi töluvert minni heldur en gengur og gerist og leyfum náttúrunni þannig að njóta sín og gestir fá kannski meira næði,“ segir Skúli. Hvammsvíkurböðin verða opin daglega frá klukkan 11-22. Aðgangur í böðin kostar á bilinu 6.900-7.900 krónur en verð er breytilegt eftir tíma dags sem pantað er og vikudegi. Skúli segir bókanir hafa farið virkilega vel af stað og stöðugur straumur gesta hafi verið í böðin í allan dag. Inntur eftir því hvort hann sé með fleiri verkefni á prjónunum segir hann nóg framundan. „En við ætlum nú að einbeita okkur að sjóböðunum og Hvammsvíkinni og halda áfram þeirri miklu uppbyggingu sem hér er hafin og vonandi fær fólk að njóta þess áfram,“ segir Skúli.
Kjósarhreppur Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira