Viðbragðsaðilar í Úkraínu tilkynntu í morgun að tveir hafi látist í árásinni á Nikopol og tveir væru fastir undir rústum húss. Reuters greinir frá.
Í gærkvöldi gerðu rússar eldflaugaárás á borgina Dnipro, sem er í um hundrað kílómetra fjarlægð frá Nikopol, með þeim afleiðingum að þrír létust og fimmtán voru særðir.
Þá létust þrír, þar á meðal sjötug kona, þegar Rússar skutu eldflaugum á bæ í Kharkív í nótt. Oleh Synehubov, héraðsstjóri Kharkív, greindi frá því á Telegram að viðbragðsaðilar væru að leita fólks í rústum íbúðarhúsa, skóla og verslunar í bænum Chuhuiv.
23 létust á fimmtudag þegar Rússar skutu fjórum eldflaugum á borgina Vinnytsja á fimmtudag. Þar á meðal var hin fjögurra ára Lísa.