Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júlí 2022 22:26 Flugi Kára frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað um sólarhring. Vísir Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. Kári lenti í því undir lok júní að flugi hans frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað. Fyrst var fluginu frestað um klukkutíma en stuttu eftir að sá tími leið var honum tilkynnt að flugið færi ekki í loftið fyrr en daginn eftir. Hann var þá mættur upp á flugvöll. „Fór nú kurr um hópinn og þeir sem voru að koma til brottfarar urðu mjög hissa þegar aðrir farþegar sögðu þeim tíðindin. Svo kom tölvupóstur þar sem sagði að undirritaður ætti far daginn eftir um klukkan 14,“ segir Kári í Facebook-færslu. Hann hafði bókað flugið til að komast í jarðarför í Reykjavík sem fram fór um hádegisbilið daginn eftir. Hann var því búinn að missa af henni. Daginn eftir var fluginu frestað aftur, fyrst um fjóra tíma og svo aftur um einn tíma. Kári var ekki lentur á Reykjavíkurflugvelli fyrr en klukkan 21, heilum sólarhring eftir að hann átti upprunalega að vera kominn suður. Má ekki gerast á sumrin „Ég er leiðsögumaður og er búinn að fara með fjöldann allan af hópum frá Akureyri og alltaf verið mjög heppinn, en sem fréttamaður var ég mjög oft tepptur á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Maður er vanur því yfir veturinn. Að þetta skuli gerast um sumarið, maður skilur það ekki,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir að það vanti samkeppni í innanlandsflug og að innanlandsfloti Icelandair sé einfaldlega ekki nægilega stór til að annast flug yfir sumartímann. „Samkeppni er öllum til góðs, það er bara þannig. Það er bara alveg sama hvernig það er,“ segir Kári. Flotinn kominn á betri stað Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið átti sig fyllilega á því að þjónustustigið í innanlandsfluginu fyrstu dagana í júlí hafi ekki verið eins og þau vilji hafa það. „Seinkanir og áætlanabreytingar á því tímabili voru afleiðing þess að reglubundnar viðhaldsskoðanir drógust, meðal annars vegna raskana á aðfangakeðjum sem tengjast heimsfaraldrinum. Nú er flotinn hins vegar kominn á miklu betri stað og því teljum við okkur vel í stakk búin til þess að anna eftirspurn í innanlandsflugi í sumar,“ segir Ásdís. Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Kári lenti í því undir lok júní að flugi hans frá Akureyri til Reykjavíkur var frestað. Fyrst var fluginu frestað um klukkutíma en stuttu eftir að sá tími leið var honum tilkynnt að flugið færi ekki í loftið fyrr en daginn eftir. Hann var þá mættur upp á flugvöll. „Fór nú kurr um hópinn og þeir sem voru að koma til brottfarar urðu mjög hissa þegar aðrir farþegar sögðu þeim tíðindin. Svo kom tölvupóstur þar sem sagði að undirritaður ætti far daginn eftir um klukkan 14,“ segir Kári í Facebook-færslu. Hann hafði bókað flugið til að komast í jarðarför í Reykjavík sem fram fór um hádegisbilið daginn eftir. Hann var því búinn að missa af henni. Daginn eftir var fluginu frestað aftur, fyrst um fjóra tíma og svo aftur um einn tíma. Kári var ekki lentur á Reykjavíkurflugvelli fyrr en klukkan 21, heilum sólarhring eftir að hann átti upprunalega að vera kominn suður. Má ekki gerast á sumrin „Ég er leiðsögumaður og er búinn að fara með fjöldann allan af hópum frá Akureyri og alltaf verið mjög heppinn, en sem fréttamaður var ég mjög oft tepptur á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Maður er vanur því yfir veturinn. Að þetta skuli gerast um sumarið, maður skilur það ekki,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir að það vanti samkeppni í innanlandsflug og að innanlandsfloti Icelandair sé einfaldlega ekki nægilega stór til að annast flug yfir sumartímann. „Samkeppni er öllum til góðs, það er bara þannig. Það er bara alveg sama hvernig það er,“ segir Kári. Flotinn kominn á betri stað Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið átti sig fyllilega á því að þjónustustigið í innanlandsfluginu fyrstu dagana í júlí hafi ekki verið eins og þau vilji hafa það. „Seinkanir og áætlanabreytingar á því tímabili voru afleiðing þess að reglubundnar viðhaldsskoðanir drógust, meðal annars vegna raskana á aðfangakeðjum sem tengjast heimsfaraldrinum. Nú er flotinn hins vegar kominn á miklu betri stað og því teljum við okkur vel í stakk búin til þess að anna eftirspurn í innanlandsflugi í sumar,“ segir Ásdís.
Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira