Fiskur fyrir 16 milljónir á dag hjá G.RUN í Grundarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2022 22:19 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN við málverk af foreldrum sínum, sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, G.RUN í Grundarfirði framleiðir fiskafurðir fyrir 16 milljónir króna á dag. Um 85 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1947. G.RUN sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski. Fyrirtækið var stofnað í núverandi mynd árið 1974 en saga þess nær aftur til ársins 1947. Alla tíð hefur félagið verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa þrír ættliðir komið að rekstri þess og uppbyggingu. Í dag starfa að meðaltali um 85 starfsmenn hjá fyrirtækinu, við fiskveiðar, fiskvinnslu og netagerð. Fyrirtækið á og gerir út tvö skip; Runólf SH 135 og Hring SH 153. „Þessi fiskur er auðvitað bara étin að mestu og nær eingöngu erlendis. Fluttur út á okkar helstu fiskmarkaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það eru bara fín verð í gangi núna, fiskverð hefur hækkað eins og allt verðlag í heiminum. Við þurfum líka á því að halda, olían hefur tvöfaldast í verði, umbúðir hafa hækkað, þannig að það var nauðsynlegt að fá einhverja fiskverðshækkun,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN. Um 85 starfsmenn vinna hjá G.RUN í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar vel gengur er verksmiðjan að framleiða fyrir svona tólf til sextán milljónir á dag, þá er ég allavega hamingjusamur,“ segir Guðmundur og skellihlær. Og framkvæmdastjórinn, borðar hann mikinn fisk? „Já, já, hann borðar mikinn fisk, ætti nú að vera frekar grennri miðað við það en fjórum sinnum í viku að lágmarki. Þorskur er lang besti fiskurinn,“ segir Guðmundur Smári, eldhress að vanda. Grundarfjörður Fiskur Sjávarútvegur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
G.RUN sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski. Fyrirtækið var stofnað í núverandi mynd árið 1974 en saga þess nær aftur til ársins 1947. Alla tíð hefur félagið verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa þrír ættliðir komið að rekstri þess og uppbyggingu. Í dag starfa að meðaltali um 85 starfsmenn hjá fyrirtækinu, við fiskveiðar, fiskvinnslu og netagerð. Fyrirtækið á og gerir út tvö skip; Runólf SH 135 og Hring SH 153. „Þessi fiskur er auðvitað bara étin að mestu og nær eingöngu erlendis. Fluttur út á okkar helstu fiskmarkaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það eru bara fín verð í gangi núna, fiskverð hefur hækkað eins og allt verðlag í heiminum. Við þurfum líka á því að halda, olían hefur tvöfaldast í verði, umbúðir hafa hækkað, þannig að það var nauðsynlegt að fá einhverja fiskverðshækkun,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN. Um 85 starfsmenn vinna hjá G.RUN í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar vel gengur er verksmiðjan að framleiða fyrir svona tólf til sextán milljónir á dag, þá er ég allavega hamingjusamur,“ segir Guðmundur og skellihlær. Og framkvæmdastjórinn, borðar hann mikinn fisk? „Já, já, hann borðar mikinn fisk, ætti nú að vera frekar grennri miðað við það en fjórum sinnum í viku að lágmarki. Þorskur er lang besti fiskurinn,“ segir Guðmundur Smári, eldhress að vanda.
Grundarfjörður Fiskur Sjávarútvegur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira