Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 20:00 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum og kynjafræðikennari. Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. Dómurinn varðar mál karlmanns sem Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi 1. júlí síðastliðinn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Dómurinn leit svo á að kynferðislegar athafnir mannsins hafi verið þvert á vilja stúlkunnar og því nauðgun. Þá hafi honum átt að vera ljóst að dóttir hans vildi ekki stunda með honum kynlíf. „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“ segir í dómnum. Og það er þessi síðasta málsgrein sem vakið hefur einkar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, orðbragðið þótt einkar sláandi. Undir þetta tekur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og ráðgjafi hjá Stígamótum. „Að það sé orðað að pabbi þurfi að fá samþykki hjá dóttur sinni fyrir kynlífi, hljómar svívirðilega í hugum okkar flestra. Burtséð frá því hvort þetta sé hluti af stærra samhengi í dómnum þá breytir því ekki að orðalagið misbýður fólki,“ segir Hanna. Þetta ýti enn frekar undir þá upplifun þolenda að dómskerfið vinni á forsendum gerenda. „Og þetta er kannski það svívirðilegasta sem við höfum séð í seinni tíð.“ Skilur að orðalagið stuði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sótti málið bendir á að í þessu tilviki hafi maðurinn verið ákærður fyrir nauðgun annars vegar og sifjaspell hins vegar. Sifjaspell sé alltaf refsivert, samþykki skipti ekki máli. „Dómarinn er að færa rök fyrir því að þessi háttsemi geranda sé bæði sifjaspell og líka nauðgun. Að aðstæður séu þannig að þetta sé ólögmæt nauðung, ekki veitt samþykki og hann hafi haft ásetning og mátt vita að það væri ekki samþykki fyrir hendi.“ Ekki megi taka eina setningu úr heildarsamhengi dómsins. „Þetta eru líka auðvitað alltaf erfið mál og viðkvæm mál og það kann margt að hljóma ankannalega sem þarf að taka fram. Maður sér að umræðan er á þann veginn að þetta sé auðvitað alltaf án samþykkis. En dómarinn þarf auðvitað að rökstyðja sína niðurstöðu. Svo er það líka þannig að fólk verður að lesa allan dóminn, það er erfitt að taka eina og eina setningu út úr samhengi. En maður skilur að þetta geti stuðað.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Dómurinn varðar mál karlmanns sem Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi 1. júlí síðastliðinn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Dómurinn leit svo á að kynferðislegar athafnir mannsins hafi verið þvert á vilja stúlkunnar og því nauðgun. Þá hafi honum átt að vera ljóst að dóttir hans vildi ekki stunda með honum kynlíf. „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“ segir í dómnum. Og það er þessi síðasta málsgrein sem vakið hefur einkar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, orðbragðið þótt einkar sláandi. Undir þetta tekur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og ráðgjafi hjá Stígamótum. „Að það sé orðað að pabbi þurfi að fá samþykki hjá dóttur sinni fyrir kynlífi, hljómar svívirðilega í hugum okkar flestra. Burtséð frá því hvort þetta sé hluti af stærra samhengi í dómnum þá breytir því ekki að orðalagið misbýður fólki,“ segir Hanna. Þetta ýti enn frekar undir þá upplifun þolenda að dómskerfið vinni á forsendum gerenda. „Og þetta er kannski það svívirðilegasta sem við höfum séð í seinni tíð.“ Skilur að orðalagið stuði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sótti málið bendir á að í þessu tilviki hafi maðurinn verið ákærður fyrir nauðgun annars vegar og sifjaspell hins vegar. Sifjaspell sé alltaf refsivert, samþykki skipti ekki máli. „Dómarinn er að færa rök fyrir því að þessi háttsemi geranda sé bæði sifjaspell og líka nauðgun. Að aðstæður séu þannig að þetta sé ólögmæt nauðung, ekki veitt samþykki og hann hafi haft ásetning og mátt vita að það væri ekki samþykki fyrir hendi.“ Ekki megi taka eina setningu úr heildarsamhengi dómsins. „Þetta eru líka auðvitað alltaf erfið mál og viðkvæm mál og það kann margt að hljóma ankannalega sem þarf að taka fram. Maður sér að umræðan er á þann veginn að þetta sé auðvitað alltaf án samþykkis. En dómarinn þarf auðvitað að rökstyðja sína niðurstöðu. Svo er það líka þannig að fólk verður að lesa allan dóminn, það er erfitt að taka eina og eina setningu út úr samhengi. En maður skilur að þetta geti stuðað.“
„Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira