Breskur hjálparstarfsmaður lést í haldi Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2022 16:38 Paul Urey lést í haldi rússneskra aðskilnaðarsinna og Liz Truss, utanríkisráðherra Bretalands, segir að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar. Presidium Network/AP Paul Urey, breskur hjálparstarfsmaður sem handsamaður var af sveitum rússneskra aðskilnaðarsinna í Úkraínu, er dáinn. Hann er sagður hafa látið lífið í haldi Alþýðulýðveldisins Donetsk og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda og álags. Urey, sem var 45 ára gamall og með sykursýki eitt, var handsamaður í apríl fyrir utan borgina Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu. Með honum var annar tuttugu og tveggja ára breskur hjálparstarfsmaður sem heitir Dylan Healy. Samkvæmt frétt BBC munu þeir hafa verið þar til að bjarga konu sem var föst í borginni vegna innrásar Rússa. Urey hafði verið ákærður fyrir „málaliðastarfsemi“ en ríkismiðlar Rússlands birtu viðtal við hann þar sem sagðist hafa viljað sjá hvort ástandið í Úkraínu væri eins slæmt og fréttamiðlar sögðu. Óljóst er hvort hann hafi verið þvingaður í viðtalinu en fjölskylda hans segir hegðun hans hafa verið undarlega. BBC hefur eftir Dariu Morozova, yfirmanni mannréttindamála í Alþýðulýðveldinu svokallaða, að Urey hafi átt í öðrum veikindum og hafi verið í slæmu andlegu ástandi vegna afskiptaleysis yfirvalda í Bretlandi af fangavist hans. Morozova sakaði yfirvöld í Bretlandi um að útvega Urey ekki nauðsynleg lyf í gegnum Rauða krossinn. „Fyrir okkar leyti, þrátt fyrir alvarleika meintu brota hans, fékk Paul Urey viðeigandi læknaþjónustu,“ sagði Morozova. Hann hafi þó dáið vegna veikindanna og álagsins þann 10. júlí. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir yfirvöld í Rússlandi verða að bera fulla ábyrgð á dauða Urey, samkvæmt Sky News. Rússar og leppar þeirra haldi áfram að fremja ódæði í Úkraínu og þeir sem hafi valdið dauða Urey verði dregnir til ábyrgðar. Dominic Byrne, sem stýrir hjálparsamtökunum Presidium Network, sagði BBC að þeir aðskilnaðarsinnar sem hafi haldið Urey hafi komið í veg fyrir að starfsmenn Rauða krossins og annarra samtaka hafi getað séð Urey. Það hafi verið gert svo enginn gæti séð hvernig farið væri með hann. Bretland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Urey, sem var 45 ára gamall og með sykursýki eitt, var handsamaður í apríl fyrir utan borgina Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu. Með honum var annar tuttugu og tveggja ára breskur hjálparstarfsmaður sem heitir Dylan Healy. Samkvæmt frétt BBC munu þeir hafa verið þar til að bjarga konu sem var föst í borginni vegna innrásar Rússa. Urey hafði verið ákærður fyrir „málaliðastarfsemi“ en ríkismiðlar Rússlands birtu viðtal við hann þar sem sagðist hafa viljað sjá hvort ástandið í Úkraínu væri eins slæmt og fréttamiðlar sögðu. Óljóst er hvort hann hafi verið þvingaður í viðtalinu en fjölskylda hans segir hegðun hans hafa verið undarlega. BBC hefur eftir Dariu Morozova, yfirmanni mannréttindamála í Alþýðulýðveldinu svokallaða, að Urey hafi átt í öðrum veikindum og hafi verið í slæmu andlegu ástandi vegna afskiptaleysis yfirvalda í Bretlandi af fangavist hans. Morozova sakaði yfirvöld í Bretlandi um að útvega Urey ekki nauðsynleg lyf í gegnum Rauða krossinn. „Fyrir okkar leyti, þrátt fyrir alvarleika meintu brota hans, fékk Paul Urey viðeigandi læknaþjónustu,“ sagði Morozova. Hann hafi þó dáið vegna veikindanna og álagsins þann 10. júlí. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir yfirvöld í Rússlandi verða að bera fulla ábyrgð á dauða Urey, samkvæmt Sky News. Rússar og leppar þeirra haldi áfram að fremja ódæði í Úkraínu og þeir sem hafi valdið dauða Urey verði dregnir til ábyrgðar. Dominic Byrne, sem stýrir hjálparsamtökunum Presidium Network, sagði BBC að þeir aðskilnaðarsinnar sem hafi haldið Urey hafi komið í veg fyrir að starfsmenn Rauða krossins og annarra samtaka hafi getað séð Urey. Það hafi verið gert svo enginn gæti séð hvernig farið væri með hann.
Bretland Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira