Danir úr leik á EM eftir tap gegn Spánverjum 16. júlí 2022 21:30 Marta Cardona skoraði sigurmark Spánverja með kollspyrnu. Getty Images Danir, sem fóru í úrslit á síðasta Evrópumóti, eru úr leik á EM í ár eftir tap í lokaleik B-riðils gegn Spánverjum, 1-0. Ísland og Svíþjóð eru því einu norðurlandaþjóðirnar sem eftir eru á EM. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur milli liðanna tveggja um hvort þeirra myndi fara áfram í 8-liða úrslit en bæði lið virtust nálgast viðureignina af varkærni þar sem leikurinn var afar bragðdaufur frá upphafi til enda. Spánverjum dugði jafntefli en Danir þurftu að sækja sigur. Það gekk afar illa hjá Dönum að skapa sér einhver almennileg marktækifæri en hættulegasta færi Dana í leiknum féll fyrir varamanninn Nadia Nadim á 78. mínútu þegar hún fæ boltann við enda vítateigs eftir undirbúning Pernille Harder en skot Nadim er nokkurn vegin beint á Sandra Panos í marki Spánar. Eina mark leiksins kom á 90. mínútu þegar Mariona Caldentey átti góðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Olga Carmona sem sendi knöttinn inn í vítateig og beint á kollinn á Marta Cardona sem skoraði sigurmarkið og tryggði Spánverjum farseðilinn í 8-liða úrslit. Danir eru því úr leik á EM en Spánverjar munu mæta sjóðandi heitu liði Englendinga í 8-liða úrslitum næsta miðvikudag. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Danir, sem fóru í úrslit á síðasta Evrópumóti, eru úr leik á EM í ár eftir tap í lokaleik B-riðils gegn Spánverjum, 1-0. Ísland og Svíþjóð eru því einu norðurlandaþjóðirnar sem eftir eru á EM. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur milli liðanna tveggja um hvort þeirra myndi fara áfram í 8-liða úrslit en bæði lið virtust nálgast viðureignina af varkærni þar sem leikurinn var afar bragðdaufur frá upphafi til enda. Spánverjum dugði jafntefli en Danir þurftu að sækja sigur. Það gekk afar illa hjá Dönum að skapa sér einhver almennileg marktækifæri en hættulegasta færi Dana í leiknum féll fyrir varamanninn Nadia Nadim á 78. mínútu þegar hún fæ boltann við enda vítateigs eftir undirbúning Pernille Harder en skot Nadim er nokkurn vegin beint á Sandra Panos í marki Spánar. Eina mark leiksins kom á 90. mínútu þegar Mariona Caldentey átti góðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Olga Carmona sem sendi knöttinn inn í vítateig og beint á kollinn á Marta Cardona sem skoraði sigurmarkið og tryggði Spánverjum farseðilinn í 8-liða úrslit. Danir eru því úr leik á EM en Spánverjar munu mæta sjóðandi heitu liði Englendinga í 8-liða úrslitum næsta miðvikudag.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti